Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Allir eru boðnir velkomnir til að líta inn til að skoða vélasamstæðu þeirra Huldu og Tyrfings og vörur sem framleiddar eru hjá Uppspuna.
Allir eru boðnir velkomnir til að líta inn til að skoða vélasamstæðu þeirra Huldu og Tyrfings og vörur sem framleiddar eru hjá Uppspuna.
Mynd / Hulda Brynjólfsdóttir.
Líf og starf 16. mars 2018

Opið hús í Uppspuna helgina 17. og 18. mars

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hjónin Tyrfingur Sveinsson og Hulda Brynjólfsdóttir, sem reka fyrirtækið Uppspuna í Lækjartúni í Ásahreppi, hafa ákveðið að vera með opið hús laugardaginn 17. mars frá kl. 13.00 og 11.00 til 16.00 á sunnudeginum 18. mars. 
 
Þar ætla þau að kynna nýju smáspunaverksmiðjuna sína, allir eru velkomnir. Í Uppspuna er verið að framleiða band, æfa ýmsar útfærslur, prófa sig áfram, læra nýja hluti og þróa vörur. „Æfingarnar hafa skilað það góðu að við erum komin með fjórar tegundir af garni í sölu. Við höfum líka komist að því að hægt er að vinna 100% hreina ull í vélunum og garnið er heldur mýkra en hingað til hefur þekkst. 
 
Í samstæðunni er vél sem skilur að tog og þel og gefur það marga nýja möguleika. Markmið okkar er að vinna með sauðalitina eins og þeir koma af kindinni og eykur það fjölbreytnina, því mjög margir litir leynast í íslenska fjárstofninum,“ segir Hulda, sem hvetur fólk til að koma og sjá vélarnar og sjá hvað þær geta gert en þær voru keyptar  í Kanada hjá fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir ullarvinnsluvélar fyrir lítil fyrirtæki og kalla þær „Mini Mill“. 
Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...