Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri LK
Líf og starf 9. júní 2016

Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri LK

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Landssambands kúabænda hefur gengið frá ráðningu Margrétar Gísladóttur sem framkvæmdastjóra LK frá og með næstu mánaðamótum, en þá mun Baldur Helgi Benjamínsson láta af störfum eftir 10 ár.

Margrét er menntaður almannatengill og markþjálfi og hefur víðtæka reynslu í stjórnun og ráðgjöf á sviði upplýsinga- og kynningarmála. Hún hefur undanfarið starfað sem ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf og rak áður eigið ráðgjafarfyrirtæki, Taktík ehf. Árin 2013 til 2015 starfaði hún sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra og sem sérstakur ráðgjafi ráðherra í forsætisráðuneytinu. Áður starfaði hún við kynningar- og markaðsmál hjá Árnasonum auglýsingastofu. Einnig hefur hún setið sem varamaður í stjórn Íslandsstofu og Iceland Naturally.

„Við vorum sammála um það að hugsa aðeins út fyrir kassann og fara nýjar leiðir þegar kom að ráðningu framkvæmdastjóra. Margrét býr yfir fjölbreyttri reynslu sem mun koma sér vel fyrir næstu verk­efni sem liggja fyrir hjá okkur.

Fyrst og fremst erum við að horfa til búvörusamninganna og eftirfylgni þeirra breytinga sem þeim fylgja, ásamt því að leggja aukna áherslu á markaðs- og kynningarmálin hjá okkur.

Á sama tíma og við bjóðum Margréti velkomna til starfa vil ég nýta tækifærið og þakka fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf,“ segir Arnar Árnason, formaður LK.

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...