Líf og starf 12. mars 2020

Landssamtök sauðfjárbænda aflýsa árshátíð

Vegna þeirra aðstæðna sem upp eru komnar vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda tekið þá ákvörðun að aflýsa fyrirhugaðri árshátíð sem fara átti fram 3. apríl.

Mikilvægt er að þeir sem eiga pöntuð hótelherbergi tilkynni sem fyrst til hótelsins um afbókanir.

Ekki er búið að taka ákvörðun um frestun aðalfundar sem dagsettur er 2-3. apríl.

Fylgst verður með þróun mála næstu daga og ákvörðun tekin út frá aðstæðum og í samráði við formenn aðildarfélaga.