Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Garðyrkjubændur gerðu sér glaðan dag
Líf og starf 7. desember 2015

Garðyrkjubændur gerðu sér glaðan dag

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á þessu ári eru liðin 60 ár frá stofnun Sambands garðyrkjubænda. Af því tilefni komu félagar og gestir þeirra saman til fundar og hátíðarhalda þann 20. nóvember síðastliðinn.

Dagskráin hófst fyrir hádegi í Reykholti í Biskupstungum með heimsókn í garðyrkjustöðvarnar Gufuhlíð, Friðheima og Espiflöt þar sem gestgjafar kynntu starfsemi sína og buðu veitingar. Yfir 80 manns mættu enda áhugverðar kynningar í boði.

Að loknum heimsóknum lá leiðin að Flúðum þar sem gengið var til fundar.  Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Sambands garðyrkjubænda, kynntu stöðu mála í viðræðum um gerð búvörusamninga. 

Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, flutti félagsmönnum hugvekju um garðyrkjuafurðir og gæðamatseld. Magnús Á. Ágústsson og Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, fóru yfir ýmsa faglega þætti garðyrkjunnar.

Á fundinum kom fram að á fjölmennustu garðyrkjustöðvum landsins starfa um 30 manns þegar mest er og því mikil umsvif í þessari vaxandi atvinnugrein.

Hápunktur fundarins var frumsýning á heimildakvikmynd um íslenska garðyrkju sem Sambandið lét gera í samstarfi við Profilm og Guðríði Helgadóttur í tilefni afmælisins. Myndin hefur verið sýnd í Ríkissjónvarpinu og er aðgengileg öllum í Sarpinum. 

Um kvöldið bauð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra upp á fordrykk og í framhaldinu var hátíðarkvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur.

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...