Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hér eru svipmyndir úr Víkurskóla í Vík í Mýrdal, en krakkarnir buðu gestum í veglega dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu.
Hér eru svipmyndir úr Víkurskóla í Vík í Mýrdal, en krakkarnir buðu gestum í veglega dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu.
Líf og starf 6. desember 2017

Dagur íslenskrar tungu í Vík

Hinn 16. nóvember var árlegt kaffihúskvöld Víkurskóla haldið.  Löng hefð er fyrir að nemendur bjóði heim gestum á þessu kvöldi og fái rithöfund í heimsókn eða undirbúi sjálfir dagskrá ásamt kennurum.  
 
Síðastliðið vor gerðist Víkurskóli jarðvangsskóli, þar sem hann er einn af þremur skólum í Kötlujarðvanginum. Í jarðvangsskólanum hugum við enn betur en áður að því sem tengist jarðfræði svæðisins.  Þar á meðal er menningar- og söguarfur. Fossar og óskasteinar settu því svip sinn á kvöldið að þessu sinni.  Bekkir 1.–4. b fluttu lagið Vorvindar glaðir og sömdu dans með. 5.–6. bekkur settu á svið leikritið Gullkistan sem byggist á sögunni um gullkistuna í Skógarfossi. 7.–8.b sömdu örsögur um óskasteina og stúlknakór eldri bekkinga söng lagið Óskasteinar. 9.–10. bekkingar léku sér með tungumálið á skemmtilegan hátt, sviðsettu málshætti og áhorfendur gátu upp á. Nemendur bökuðu fyrir kvöldið og gefin var út uppskriftabók.  Þetta var gefandi, lærdómsrík og skemmtileg samvera, þar sem íslenskan var í hávegum höfð og nemendur sýndu í verki að þeir kunna sannarlega að bjóða heim gestum.

11 myndir:

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...