Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Breiðir út fegurð íslensku sauðkindarinnnar
Líf og starf 20. desember 2018

Breiðir út fegurð íslensku sauðkindarinnnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Lambadagatalið fyrir árið 2019 er komið út, í fimmta sinn. Það prýðir að venju stórar og fallegar andlitsmyndir af nýlega fæddum lömbum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndirnar fanga fegurð þeirra, persónuleika og þá einstöku dásemd sem fólgin er í nýju lífi.
 
Dagatalið er í A4 stærð (hæð 297 mm og breidd 210 mm) þar sem hver mánuður er á einni blaðsíðu. Það er gormað með upphengju og því auðvelt að hengja það upp þar sem hentar. Á það eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar, einnig eru merkingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Dagatalið er því ekki eingöngu fallegt heldur inniheldur líka þjóðlegan fróðleik og er því tilvalið til gjafa, ekki hvað síst jólagjafa. Fallegar myndirnar og þjóðlegur fróðleikurinn veitir dagatalinu líftíma umfram það ár sem venjan er með dagatöl. 
 
Ragnar Þorsteinsson sauðfjárbóndi, ljósmyndari, ásamt ýmsu öðru tilfallandi hefur veg og vanda að útgáfu lambadagatalsins.
 
Ragnar Þorsteinsson sauðfjár­bóndi, ljósmyndari, ásamt ýmsu öðru tilfallandi hefur veg og vanda að útgáfu lambadagatalsins, en flestar myndanna eru teknar á búi hans, Sýrnesi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu.
 
Lambadagatölin hafa hlotið góðar viðtökur. Útgáfan hefur verið fjármögnuð á Karolina Fund þar sem þau eru keypt í forsölu. Megintilgangur útgáfunnar er þó að sögn Ragnars sá að breiða út sem víðast  fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar. 
Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...