Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.
Líf og starf 15. febrúar 2018

100 milljónir í styrki vegna margvíslegra verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. 
 
Sjóðurinn er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Hann er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015–2019. 
 
Uppbyggingarsjóði bárust samtals 133 umsóknir, þar af 51 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 til menningar. Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 85 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 100 milljónir króna.  Samtals var sótt um rúmlega 271 milljón í sjóðinn að þessu sinni.
 
Meðal verkefna má nefna að Ágúst Marinó Ágústsson hlaut eina milljón króna til að vinna að spænisframleiðslu. Búnaðarsamband S-Þingeyjarsýslu fékk hálfa milljón vegna verkefnis sem nefnist Matarauður Þingeyjarsýslu, Fræðasetur um forystufé hlaut þrjá styrki, ríflega 2 milljónir í allt, vegna þriggja verkefna, m.a. að koma upp útilistaverki við setrið og annars verkefnis sem ber nafnið Fjalla Bensi. Þá hlaut Hafsteinn Hjálmarsson 750 þúsund krónur til að setja upp kjötvinnslu á Gilsbakka, Heimskautagerðið á Raufarhöfn fékk eina milljón króna og Hjörleifur Hjartarson sömu upphæð til að vinna að hljóðleiðsögn um Dalvík. 
 
Verksmiðjan á Hjalteyri fékk 4 milljónir króna. Kvenfélagið Baugur í Grímsey hlaut styrk til að vinna að atvinnuskapandi hönnun í eynni. Vistorka hlaut tvo styrki, annan vegna verkefnis sem heitir Jarðefnalaus Hrísey og hitt vegna nýtingar á lífrænum úrgangi. Skjálftasetrið á Kópaskeri hlaut styrk og einnig Könnunarsetrið á Húsavík. Þróunarverkefni vegna grænþörunga hlaut sömuleiðis styrk og sjónvarpsstöðin N4 fékk 3,3 milljónir króna vegna verkefnis sem heitir „Uppskrift að góðum degi“. 
Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....