Fólk / Líf og starf

Þjónn í 53 ár

Hörður Sigurjónsson, gæða- og sölustjóri veitingasviðs Hótel Sögu, hefur starfað í veitingabransanum í 53 ár, lengst af sem þjónn. Hörður, sem hætti störfum 17. janúar síðastliðinn, segir þjónsstarfið afskaplega skemmtilegt en á köflum hefði ekki sakað að hafa gráðu í sálfræði eða heimspeki til að grípa til samhliða barþjónustunni.

Alsæl og þakklát inn að hjartarótum yfir viðtökunum

„Ég er alsæl og þakklát inn að hjartarótum. Það er alls ekki sjálfgefið þótt maður fái hugmynd í kollinn um að búa til sýningu með 19 þátttakendum inni á heimili sínu að viðbrögðin verði svona fram úr björtustu vonum,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir...

Gaf Sólvöllum á Eyrarbakka bakstrapott og hitabakstra

Kvenfélagskonur úr Kvenfélagi Villingaholtshrepps komu færandi hendi á Dvalarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka föstudaginn 7. desember.

Þýskir flóttamenn hitta fyrir íslenska bændur

Undir hrauni heitir ný skáldsaga eftir Finnboga Hermannsson, rithöfund og fréttamann á Ísafirði. Sagan byggir á sögulegum atburðum hér á landi á stríðsárunum. Aðfaranótt 10. maí 1940 þegar Bretar tóku Ísland herskildi flúðu tveir þýskir skipbrotsmenn úr Reykjavík með senditæki í fórum sínum og tóku sér bólfestu austur í Rangárvallasýslu.

Dagatalsútgáfa til fjármögnunar á dráttarvél fyrir bæinn

Caroline Kerstin Mende er fædd í Þýskalandi, er verkfræðingur og grafískur hönnuður sem kom fyrst til Íslands 1989 og réði sig sem vinnukona á Húsatóftum á Skeiðum. Hún hefur verið Íslendingur í hjarta sínu síðan.

Breiðir út fegurð íslensku sauðkindarinnnar

Lambadagatalið fyrir árið 2019 er komið út, í fimmta sinn. Það prýðir að venju stórar og fallegar andlitsmyndir af nýlega fæddum lömbum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndirnar fanga fegurð þeirra, persónuleika og þá einstöku dásemd sem fólgin er í nýju lífi.

Álagablettir í engjum og túnum

Fræðimaðurinn Þórður Tómasson sem kenndur er við Skóga undir Eyjafjöllum sendi nýlega frá sér bók um heyannir á Íslandi. Í bókinni fjallar Þórður um heyskap fyrri alda og fléttar saman þjóðfræði og atvinnusögu landsmanna.