Fólk / Líf og starf

Lífveruleit í Laugardalnum

Í júlímánuði stendur gestum Grasagarðsins og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins til boða að taka þátt í lífveruleit í lífríki Laugardalsins.

Meðlimir TRAP hafa komið við sögu á annan tug hljómsveita á hálfri öld

Ísafjarðarpúkarnir sem stofnuðu skólahljómsveitina Trap veturinn 1969 eru enn að spila í sama bandinu. Þeir hafa nú lokið upptökum á efni sem hefur verið á þeirra lagalista í gegnum tíðina og munu gefa út sína fyrstu breiðskífu í formi geisladisks og hugsanlega líka á vínyl í haust.

Slys og veikindi urðu kveikjan að rafknúinni samfélagsbyltingu

Í Hveragerði hefur á liðnum misserum verið að myndast skemmtilegt samfélag áhugafólks um rafhjól. Þar er aðallega um að ræða þríhjól sem henta mjög vel til fjölþættra, nota ekki síst hreyfihömluðum og eldra fólki. Þá er ungt fólk einnig farið að kaupa slík hjól, enda þykja þau verulega „töff“. Þannig að þarna er í raun að spretta upp rafknúin samfélagsbylting.

Systur meðal útskriftarnema

Við brautskráningu frá Landbúnaðar­háskóla Íslands þann 1. júní sl. voru meðal útskriftarnema systurnar Lilja D&o..

Kristjana Jónsdóttir á Hvolsvelli prjónaði Lýðveldispeysuna 2018

Yfir 20 peysur bárust prjónahönnunar­samkeppni í tilefni af 100 ára fullveldis Íslands. Voru þær allar til sýnis á Prjónagleðinni í samkomuhúsinu á Blönduósi sem fór fram dagana 8. til 10. júní.

Matjurtagarður í anda Skúla fógeta

Þrír lokaársnemar í skrúð­garðyrkju við Garðyrkju­skóla Landbúnaðar­háskóla Íslands unnu í vor að gerð matjurtagarðs í Viðey í samvinnu við Borgarsögusafn Reykjavíkur. Garðurinn er í anda matjurtagarðs Skúla Magnússonar landfógeta, sem var frumkvöðull og hvatamaður matjurtaræktunar á Íslandi.

Beinin soðin í meira en sólarhring

Gott beinaseyði er undirstaðan í margs konar vandaðri matreiðslu; til dæmis kjötsúpum, sósum og langelduðum pottréttum. Í Súlnasal á Hótel Sögu, í hádegishléi á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda á dögunum, voru fáeinir kynningarbásar þar sem nokkrir frumkvöðlar í úrvinnslu á lambakjötsafurðum kynntu framleiðslu sína. Björk Harðar, annar eigenda Bone & Marrow, kynnti þar lambabeinaseyði úr smiðju fyrirtækisins