Fólk / Líf og starf

Opið hús í Uppspuna helgina 17. og 18. mars

Hjónin Tyrfingur Sveinsson og Hulda Brynjólfsdóttir, sem reka fyrirtækið Uppspuna í Lækjartúni í Ásahreppi, hafa ákveðið að vera með opið hús laugardaginn 17. mars frá kl. 13.00 og 11.00 til 16.00 á sunnudeginum 18. mars.

Nýmóðins hjónabandssæla og vellukkuð útfærsla á saltkjöti og baunum

Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri glíma við margvísleg og áhugaverð verkefni í sínu námi. Eitt þeirra var að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt. Og spreyta sig síðan á gómsætum eftirrétti, sem var hjónabandssæla.

100 milljónir í styrki vegna margvíslegra verkefna

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.

Biskupshúsið í Skálholti fær nýtt hlutverk

„Það er augljóst að hraða þarf framkvæmdum eins fljótt og auðið er, einfaldlega vegna þess að hinn stöðugi straumur ferðamanna þarfnast þjónustu sem staðurinn getur ekki sinnt nema að litlu leyti við þær aðstæður sem nú eru,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, vegna nýs vígslubiskupshúss sem stendur til að byggja á staðnum.

Gunnar Atli Gunnarsson ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi.

Háskóli Íslands og Háskólafélag Suðurlands í spennandi samstarfsverkefni

Háskóli Íslands og Háskólafélag Suður­lands eru að þróa með sér spennandi verkefni varðandi þróun fagháskólastigsins. Þar er um að ræða verkefni á sviði ferðamálafræða, tæknifræði og hagnýtra leikskólafræða.

Jóla- og handverksmarkaðurinn í Heiðmörk

Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk við Elliðavatn verður opinn í síðasta skiptið fyrir jól um næstu helgi frá klukkan tólf til fimm, báða dagana.