Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá veislu í Sagnagarði í Gunnarsholti. Talið frá vinstri: Sigurður Jónsson, Sveinn Runólfsson, Oddný Sæmundsdóttir og sr. Halldór Gunnarsson.
Frá veislu í Sagnagarði í Gunnarsholti. Talið frá vinstri: Sigurður Jónsson, Sveinn Runólfsson, Oddný Sæmundsdóttir og sr. Halldór Gunnarsson.
Mynd / Áskell Þórisson
Líf og starf 23. maí 2016

Kveðjuveisla landgræðslustjóra

Sveinn Runólfsson varð sjötugur í vor og lét því af störfum hjá Landgræðslunni 30. apríl, eftir 44 ára starf. Áður voru faðir hans og föðurbróðir forstöðumenn stofnunarinnar, allt frá því Sandgræðsla ríkisins tók til starfa 1947.
 
Sveinn hefur látið til sín taka sem landgræðslustjóri og oft hefur gustað um hans verk. Því hefur ekki alltaf verið lognmolla í samskiptunum við t.d. sauðfjárbændur. Víst er þó að á hans langa ferli hefur gríðarmikið áunnist í landgræðslu á Íslandi og þá oftar en ekki í góðri samvinnu við bændur.  
 
Hér á síðunni eru myndir úr veislu sem þau hjón efndu til og var haldin í Sagnagarði. Þangað komu um 170 manns. Önnur veisla var svo haldin í Reykjavík í kjölfarið.
 
Í apríllok skipaði Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, síðan arftaka Sveins í embætti landgræðslustjóra. Það er Árni Bragason, sem hefur frá árinu 2010 starfað sem forstjóri Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, Nordgen í Svíþjóð. Áður en Árni tók við stöðu forstjóra Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar starfaði hann hjá verkfræðistofunni Eflu.
 
Veislugestir.  Inga Jóna Kristinsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Gerður S Elimarsdóttir og Kristján Ágústsson.
Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...