Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kúruteppi úr lopa og mohair
Hannyrðahornið 2. mars 2015

Kúruteppi úr lopa og mohair

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir
Hér er uppskrift að kúruteppi úr lopa og mohair úr smiðju Ingu Þyri. 
 
Mál
Hver ferningur er 20x20 cm. Allt teppið er 80x120 cm.
Nú eru börn svo misstór nýfædd þannig að í cm væri þetta ca 50/60 , 62/68, 74/88.
 
Efni
Hvítur plötulopi no 01 x 2 plötur
Rauður plötulopi no 78 x 2 plötur
garn.is mohair Fífa rautt no 206 x 5 dokkur 
Kartopu firenze tiftik mohair hvítt no 010 x 1 dokka
Prjónar nr 6 og heklunál nr 5. 
 
Aðferð:
Prjónaðir eru með garðaprjóni 8 rauðir ferningar sem eru 1 þráður rauður plötulopi og 1 þráður rautt mohair prjónað saman.
 
8 hvitir ferningar sem eru einn þráður hvítur plötulopi og einn  þráður hvítur Kartopu mohair saman.
8 rauð og hvít sprengdir ferningar sem eru einn þráður hvítur plötulopi og 1 þráður rautt mohair.
 
Ferningar
Fitjað laust upp 25 l og prjónað fram og til baka garðaprjón 28 garðar eða þar til fermningurinn mælist 20 cm.
 
Þegar búið er að prjóna alla 24 ferningana er gott að ganga frá öllum endum.
Gott er að raða ferningunum upp áður en byrjað er að hekla þá saman.  
Nú eru ferningarnir heklaðir saman fyrst langsum og svo þversum.
Leggið ferningana saman 2 og 2 og heklið þá saman með tvöföldum rauðum mohair þráðum.
Heklið 1 fastalykkju í efsta hægra hornið og stingið gegnum báða ferningana* 2 loftlykkjur 1 fastalykkju með ca 1 cm bili á milli, 1 fastalykkju*  Endurtakið þetta.
Passið að hafa jafnt bil á milli fastalykkjanna. Endið á 1 fastalykkju og slítið frá.
Því næst er heklað eins þversum á ferningana. Heklið svo kant kringum allt teppið á sama hátt.
Gætið þess að hekla kantinn laust.
Gengið frá endum og teppið þvegið varlega, gætið þess að skola vel og vandlega og gott að setja smá edik í síðasta skolvatnið til að rauði liturinn renni ekki til.
Leggið flatt til þerris.          
Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...