Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jólasveinar ganga um gólf
Hannyrðahornið 30. október 2014

Jólasveinar ganga um gólf

Nú styttist óðum til jóla og tíminn fljótur að líða. Með það í huga komum við með uppskriftir að jólasveinum utan um vínflösku eða þá saftflösku, maltflösku og fyrir hnífapörin á jólaborðið.

Þetta ætti að vera fljótprjónað, tók tvö kvöld að prjóna utan um stærri flöskuna og eitt kvöld þá minni.

 

Efni: Tyra garn nr AN 3129 jólarautt, 1 dokka dugar í tvo jólasveina.

Simli kristal hvítt, 1 dokka.

Tölur fyrir augu, mætti nota augntölur sem fást

í föndurbúðum.

Prjónar: Sokkaprjónar nr 3,5 og heklunál nr 3.

Prjónfesta: 20L og 28 umferðir gera 10x10 sm

Aðferð:

Byrjað að neðan og prjónað í hring með sokkaprjónum með Tyra garninu, síðan með 2 þráðum af Kristal simli. Tekið úr fyrir flöskuhálsinum.

Skeggið og pífan að neðan og efst heklað með Simli kristal einföldu.

 

 

Stærri jólasveinninn.

Bolur:

Fitja upp 40 lykkjur með Tyra á 4 sokkaprjóna og prjóna í hring upp að flöskuhálsinum ca 16 sm.

Þá er prjónað með hvítu Simli kristal 2 þráðum 15 umferðir slétt í hring.

Aftur með rauðu Tyra 4–5 umferðir eftir stærð flöskunnar.

Úrtaka fyrir flöskuhálsinum 2 sl L saman 2 L allan hringinn.

Prjónið nú 4 umferðir slétt, prjóna því næst með úrtöku 2 sl L saman og 1 L sl á milli allan hringinn.

Prjónið 2 umferðir slétt og takið því næst 2 L saman og 2 L sléttar á milli í næstu umferð.

Prjónið nú ca 16 umferðir sléttar í hring eða sem nemur flöskuhálsinum á hæð.

Fellið af og gangið frá öllum endum.

Kantur að neðan er heklaður með Simli kristal hvítu þannig:

3 loftlykkjur 1 fastalykkja í hverja prjónaða lykkju allan hringinn, tekið þvert á lykkjuna. Klippa og ganga frá endanum. 

Sama við stútendann, 3 loftlykkjur og 1 fastalykkja í hverja prjónaða lykkju með Kristal simli hvítu.

 

Skegg:

Skeggið er staðsett við neðri skil rauða og hvíta litarins og í boga upp til hliðanna.

Merkið fyrir miðju skegginu við samskeytin.

Teljið 7 L til vinstri og 5 lykkjur upp á andlitið.

Heklið þar 1 fastalykkju síðan 12 loftlykkjur festið þetta með 1 fastalykkju í næstu prjónalykkju á ská að miðju einni lykkju neðar í hvert skipti. Endurtekið 2 sinnum þá á að vera komið niður að brún á samskeytum á hvítu og rauðu, nú eru heklaðar 18 loftlykkjur og festar til hliðar  við síðustu 12 l næst 18 loftlykkjur á sama hátt og þá 20 loftlykkjur tvisvar sinnum og að lokum 24 loftlykkjur sem er miðjan á skegginu. Síðan áfram á sama hátt til hinnar hliðarinnar.

Festa tölur sem augu.

 

Minni jólasveinninn.

Bolur:

Fitja upp 32 L með rauðu Tyra á fjóra prjóna.

Prjónið í hring 13 sm, síðan 11 umferðir með hvítu Kristal simli þá 6 umferðir  með rauða Tyra garninu.

Takið nú úr 2 L saman 3 sléttar allan hringinn.

Prjónið 2 umferðir slétt, síðan er úrtaka 2 L saman 3 L slétt .

2 umferðir slétt og að lokum  2 L saman og 3 l slétt.

Prjónið nú 11 umferðir slétt með rauðu Tyra og síðan 6 umferðir slétt með hvítu Kristal simli.

Fellið af og gangið frá öllum endum.

Kantur að neðan heklaður með hvítu Kristal simli þannig : 1 fastalykkja fest þversum á prjónalykkju, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja í næstu prjónalykkju, heklað þannig allan hringinn , klippt frá og gengið frá endanum.

Sama er gert á samskeytum hvíta og rauða litarins að ofan og við efri brún stútsins 2 rendur.

 

Skegg:

Skeggið er gert á sama hátt og á stærri jólasveininum nema merkja fyrir miðju telja 7 L til vinstri og 5 umferðir upp, byrjað er á 10 loftlykkjum þá 12 , síðan

þrisvar sinnum 15 og síðan 17 í miðjunni og þá þrisvar sinnum 15 þá 12 og loks 10 l í hverjum boga. Festa tölur fyrir augu og ganga frá öllum endum.

 

Jólasveinn fyrir hnífapör.

Fitja upp með rauðu Tyra 20 L og nú er gott að vera með stutta prjóna.

Prjóna í hring 12 sm, skipta þá og prjóna 8 umferðir hvítt Kristal simli.

Fella nú af helminginn af hvítu lykkjunum þannig að eftir verði 10 L á prjónunum og nú er prjónað með rauðu slétt fram og til baka. Passið bara að slétta hliðin snúi fram.

Prjónið nú 10 umferðir fram og til baka slétt, þá er tekin úr 1 L í byrjun hverrar umferðar þar til 3 L eru eftir á prjóninum, þá eru þær felldar af.

Ganga frá endum.

Sauma saman að neðan og hekla síðan hvíta pífu allan hringinn á sama hátt og á jólasveinunum.

1 fastalykkja í prjónalykkju festa hana þversum 3 loftlykkjur festa hana með 1 loftlykkju í næstu

prjónalykkju.

Sama í toppinn á jólasveininum í hring.

 

Skegg:

Skeggið gert á sama hátt og á jólasveinunum nema 10-12-15-17-15-12-10 L eru í skeggbogunum.

Lengsti boginn i miðjunni og byrjað í 4 lykkju frá miðju og 4 lykkju frá samskeytum á hvítu og rauðu.

Gengið frá endum.

Hnífapörum stungið ofan í .

Gaman að geta dekkað borð á jólum með einu setti við hvern disk. 

 

Góða skemmtun.

Inga Þyri Kjartansdóttir   

 

Skýringamyndir:

x

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

x

 

 

12

x

 

 

 

 

 

 

 

 

 

x

12

 

 

 

12

x

 

 

 

 

 

 

 

x

12

 

 

 

 

 

12

x

x

x

x

x

x

x

12

 

 

 

 

 

 

 

18

20

20

24

20

20

18

 

 

 

 

 

                                            Stærri jólasveinn skegg.

 

 

 

 

x

 

 

 

 

 

 

 

 

 

x

 

 

 

 

10

x

 

 

 

 

 

 

 

x

10

 

 

 

 

 

12

x

 

 

 

 

 

x

12

 

 

 

 

 

 

 

15

x

x

x

x

x

15

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15

15

17

15

15

 

 

 

 

 

 

                                           Minni jólasveinn skegg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

x

 

 

 

 

 

x

 

 

 

 

 

 

 

 

10

x

 

 

 

x

10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

12

x

x

x

12

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15

17

15

 

 

 

 

 

 

 

                                          Hnífaparajólasveinn       

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...