Mynd/Kristinn Karl Óskarsson með 78 sentímetra lax úr Urriðafossi í Þjórsá.
Hlunnindi og veiði 03. júlí 2019

Gengið vel í Þjórsánni

Gunnar Bender
Já, veiðin gekk vel hjá okkur en við fengum 10 laxa á einum degi, flotta fiska,“ sagði Karl Óskarsson, sem var í Þjórsá  fyrir skömmu. Veiðin þar hefur gengið vel og margir fengið vel í soðið.
 
„Þetta var flott veiði og laxinn  var vænn og vel haldinn,“ sagði Karl enn fremur.
 
„Veiðin hefur gengið vel hjá okkur og veiðst vel,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir um veiðina á svæðinu. 
Margir  veiðimenn hafa náð kvótanum á svæðinu enda nóg vatn og fiskur að ganga á hverju flóði. Þetta er einmitt það sem  veiðimenn vilja.