Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hekluð tuska
Hannyrðahornið 18. janúar 2016

Hekluð tuska

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Tuskuæðið sem hefur verið í gangi síðustu mánuði hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum heklurum eða prjónurum. 
 
Margir segja að heklaðar/prjón­aðar tuskur séu þær allra bestu. Svo verður bara miklu skemmtilegra að þurrka af með fallegri tusku. Ég hef heklað nokkrar tuskur sjálf, mér líkar hversu einfalt það er að skella verkefninu í töskuna og grípa í þegar ég er á kaffihúsi eða í heimsókn. 
 
Garn:  Cotton 8 eða Sunkissed, 1 dokka dugar í rúmlega eina tusku.
 
Heklunál: 3 mm.
 
Stærð: Tuskurnar mínar eru ca 25 x 25 cm að stærð.
Skammstafanir:
sl. = sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, FP = fasta­pinni, ST = stuðull, LL-BIL = loftlykkjubil.
Fitjið upp margfeldið af 3.
(Sem þýðir að fitjað er upp 3, 6, 9, 12 ... lykkjur þar til æskilegri lengd er náð)
 
1. umf: Heklið 1 FP í 3. LL frá nálinni, 1 LL, 1 ST í sömu lykkju og FP, sl. 2 LL, *[1 FP, 1 LL, 1 ST] í næstu lykkju, sl. 2 LL*, endurtakið frá * að *  þar til 3 lykkjur eru eftir, sl. 2 LL, 1 FP í síðustu lykkjuna. Snúið við.
 
2. umf: Heklið 1 LL, *[1 FP, 1 LL, 1 ST] í LL-BIL fyrri umf*, endurtakið frá * að *  út umf, lokið umf með fp í  síðustu LL fyrri umf. Snúið við.
 
Endurtakið 2. umferð þar til stykkið er orðið nógu langt.
 
Góða skemmtun!
Elín Guðrúnardóttir, Handverkskúnst, www.garn.is .

2 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...