Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tindur
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 30. ágúst 2017

Tindur

Höfundur: Handverkskúnst
Heklað zik zak teppi með fastapinnum. 
 
Þetta munstur er gömul klassík sem ófáar ömmur hafa heklað í gegnum árin. Eftir að hafa séð ótal mörg teppi með þessu fallega munstri ákvað ég að ég yrði að hekla eitt sjálf. Þegar ég fór að leita að uppskriftinni fann ég hana hvergi á íslensku, en fann fullt af bloggsíðum þar sem uppskriftin var á ensku. Því fannst mér tilvalið að þýða uppskriftina og skella henni í Bændablaðið. Þannig geta allir þeir heklarar sem vilja notið góðs af þessari einföldu og skemmtilegu uppskrift.
 
Heklkveðjur, 
mæðgurnar í Handverkskúnst
 
Garn: Drops Merino Extra Fine 
fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is
Ljós beige nr. 08, 200 gr.
Bleikur nr. 33, 150 gr.
Sinnep nr. 30, 150 gr.
Gráblár nr. 23, 150 gr.
Heklunál: 4,5 mm
 
Skammstafanir á hekli:
sl. = sleppa
L = lykkja
FP = fastapinni
Fitjið upp 180 lykkjur, gott er að nota stærri heklunál þegar fitjað er upp.
Til þess að breikka teppið bætið við 25 L.
1. umf: Heklið 1 FP í aðra L frá nálinni, 1 FP í næstu L, *sl. 1 L, 1 FP í næstu 11 L, 3 FP í næstu L, 1 FP í næstu 11 L, sl. 1 L*, endurtakið frá * að * 6 sinnum til viðbótar, heklið 1 FP í síðustu 2 L.
 
Hér eftir er aðeins heklað í aftari hluta lykkjunnar, með því að gera það myndast þessi upphleypta áferð.
 
2. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í fyrstu 2 L, *sl. 1 L, 1 FP í næstu 11 L, 3 FP í næstu L, 1 FP í næstu 11 L, sl. 1 L*, endurtakið frá * að * 6 sinnum til viðbótar, heklið 1 FP í síðustu 2 L.
 
Endurtakið 2. umferð þar til teppið er orðið 136 umferðir, eða hefur náð æskilegri lengd.
Í teppinu á myndinni eru heklaðar 8 umferðir í hverjum lit. 
Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð