Hannyrðahornið 23. desember 2019

Peysan Agnes

Hanverkskúnst
Drops Sky er dúnmjúkt og létt garn sem stingur ekki. Peysan Agnes er prjónuð ofan frá og niður með gatamynstri á berustykki. Opin útgáfa af peysunni sem og útgáfur í fullorðinsstærð má finna á garnstudio.com. Tilboðsdögum á Alpaca lýkur 31. desember.  
 
Stærðir: 3/4 (5/6) 7/8 (9/10) 11/12 ára
Garn: Drops Sky (fæst í Handverkskúnst)
- Ljósgallabuxnablár nr 13: 150 (150) 200 (200) 200 g 
 
Prjónar: Sokka- og hringprjónn 40 og 60 cm, nr 4 – eða sú prjónastærð sem þarf til að 21 lykkja á breidd með sléttu prjóni = 10 cm.
 
Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt, 1 umferð brugðin*.
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
 
Útaukning-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 17) = 4,2.
 
Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúið slétt svo að ekki myndist gat.
 
Útaukning-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið  uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið uppá prjóninn = aukið út um 2 lykkjur. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúið slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýju lykkjurnar slétt.
 
Úrtaka (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir = fækkað um 2 lykkjur.
 
Berstykki: Fitjið upp 62 (66) 70 (76) 82 lykkjur, tengið í hring og prjónið 4 umferðir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16 (18) 20 (22) 23 lykkjur jafnt yfir umferð SJÁ ÚTAUKNING-1 = 78 (84) 90 (98) 105 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. 
 
Setjið eitt prjónamerki í þessa umferð, héðan er nú mælt. Í næstu umferð er prjónað eftir mynsturteikningu A.1, (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð) alls 13 (14) 15 (14) 15 sinnum í umferð. Þegar mynsturteikning A.1 hefur verið prjónuð eru 208 (224) 240 (252) 270 lykkjur á prjóninum. Í næstu umferð er aukið út um 4 (4) 2 (2) 4 lykkjur jafnt yfir umferðina = 212 (228) 242 (254) 274 lykkjur.
Prjónið slétt þar til stykkið mælist ca 15 (15) 16 (17) 18 cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 62 (66) 70 (74) 75 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 44 (48) 51 (53) 62 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 6 lykkjur undir ermi, prjónið 62 (66) 70 (74) 75 lykkjur (= framstykki), setjið síðustu 44 (48) 51 (53) 62 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 6 lykkjur undir ermi.
 
Fram- og bakstykki: Nú eru 136 (144) 152 (160) 162 lykkjur í umferð. Héðan er nú mælt. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli lykkjanna 6 sem fitjaðar voru upp. Prjónið slétt í hring. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) sjá útaukning-2. Endurtakið útaukningu með 3 (4½) 5½ (6½) 7½ cm millibili alls 3 sinnum = 148 (156) 164 (172) 174 lykkjur í umferð. Prjónið slétt þar til stykkið mælist ca 15 (17) 20 (23) 26 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm til loka). Prjónið garðaprjón 2 cm. Fellið laust af.
 
Ermi: Setjið til af bandi á yfir á stuttan hringprjón/sokkaprjóna nr 4, prjónið upp 1 nýja lykkju í lykkjurnar 6 sem fitjaðar voru upp á fram- og bakstykki (= 50 (54) 57 (59) 68 lykkjur). Setjið 1 prjónamerki mitt í þessar 6 lykkjur. Prjónið slétt í hring þar til ermin mælist 3 cm. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. Sjá úrtaka. Prjónið áfram slétt og endurtakið úrtöku með 4 (4) 4 (4) 3½ cm millibili alls 5 (6) 7 (8) 10 sinnum = 40 (42) 43 (43) 48 lykkjur á prjóninum. Prjónið slétt þar til ermin mælist 23 (28) 31 (35) 38 cm. Prjónið garðaprjón 2 cm. Fellið af. Prjónið hina ermina alveg eins.
 
Gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst.
www.garn.is
 
Erlent