Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Navia-tátiljur á dömur
Hannyrðahornið 30. janúar 2018

Navia-tátiljur á dömur

Höfundur: Handverkskúnst
Hér er prjónauppskrift að Navía-tátiljum á dömur, frá Handverkskúnst.
 
Skóstærð: 40, dömustærð
Garn: Navia Trio fæst hjá Handverkskúnst
Aðallitur, hvítur N31: 1 dokka
Munsturlitur, milligrár N33: 1 dokka
Prjónar: Sokkaprjónar nr 4 #Handverkskúnst
Prjónfesta: 22 lykkjur = 10 sm!
 
Aðferð:
Byrjið að aftan á miðjum hæl. Fitjið upp 13 lykkjur með rjómahvítum. Prjónið fram og til baka í sléttu prjóni eftir munsturteikningu á hæl. Prjónið 14 umferðir, takið nú upp 14 lykkjur meðfram kanti hvoru megin = 41 lykkjur á prjóninum. Haldið áfram að prjóna fram og til bara yfir allar 41 lykkjurnar. Munsturteikning sýnir allar lykkjurnar en fyrstu 4 og síðustu 4 lykkjurnar eru alltaf prjónaðar slétt (garðaprjón). Þegar prjónaðar hafa verið 24 umferðir eftir að lykkjur voru teknar upp á hæl, fitjið upp 5 lykkjur (ofan á fæti/rist) og prjónið nú í hring. Haldið áfram að prjóna eftir munsturteikningu. Fellið af eins og teikning sýnir = 18 lykkjur eftir á prjóninum, slítið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru.
 
Frágangur: Heklið eina umferð keðjulykkjur með gráu meðfram opi.
 
Hönnun: Navia, þýtt yfir á íslensku með leyfi þeirra.
 
Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...