Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Drekaslóð
Hannyrðahornið 27. mars 2017

Drekaslóð

Prjónuð og hekluð sjöl eru alltaf vinsæl en áhuginn hefur aukist til muna eftir að Facebook-hópurinn Svöl sjöl opnaði. Sjöl eru misflókin allt frá garðaprjóni yfir í alls konar blöndur af prjónakúnstum saman í einu sjali. Við birtum hérna eitt fallegt sem hentar byrjendum sem lengra komnum í sjalaprjóni. Garnið í sjalið er á 25% afslætti í mars. 
 
Drekaslóð 
Prjónað DROPS sjal úr Fabel garni með garðaprjóni og blöðum, prjónað frá hlið.
Mál : Um 156 sm meðfram kanti efst og ca 50 sm hátt fyrir miðju.
Garn: DROPS FABEL fæst hjá Handverkskúnst
150 g nr 602, silver fox
50 g nr 111, sinnepsgulur
Drops hringprjónn (60 sm) nr 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 L x 39 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 sm.
SJAL:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna til að fá pláss fyrir allar l. Allar umf eru prjónaðar slétt.
Fitjið upp 168 l á hringprjóna nr 4,5 með sinnepsgulu. Prjónið 2 umf slétt. Prjónið nú þannig:
UMFERÐ 1: Skiptið yfir í silver fox, prjónið 2 l slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til 1 l er eftir, sláið uppá prjóninn og 1 l sl (= 168 l).
UMFERÐ 2: Prjónið allar l slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki komi gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið út umf (= 166 l).
UMFERÐ 4: Prjónið allar l slétt.
Endurtakið umf 1 til 4 3 sinnum til viðbótar = 160 l. 
UMFERÐ 17: Skiptið yfir í sinnepsgult. Prjónið 2 fyrstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til 1 l er eftir, prjónið 2 l í síðustu l.
UMFERÐ 18: Snúið við og prjónið 3 l til baka. Snúið við og prjónið 2 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 5 l til baka. Snúið við og prjónið 4 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 7 l til baka. Snúið við og prjónið 6 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 9 l. Snúið við og prjónið 8 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 7 l. Snúið við og prjónið 8 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 5 l. Snúið við og prjónið 6 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 3 l. Snúið við og prjónið 4 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 1 l. Snúið við og prjónið 2 l. Snúið við, fellið af fyrstu l á prjóni, prjónið út umf = 158 l í umf. Nú hafa verið prjónaðar 18 umf yfir allar l (á hægri hlið).  Endurtakið síðan umf 1-18. Prjónið svona þar til 8 l eru eftir á prjóni. Prjónið 2 l slétt saman, 4 l sl, 2 l slétt saman = 6 l. Fellið af.
 
 
Prjónakveðja,  Guðrún María.
Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal