Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Algjör draumur
Hannyrðahornið 12. desember 2018

Algjör draumur

Höfundur: Handverkskúnst
Nýttu þér 30% afsláttinn og prjónaðu þetta dúnmjúka teppi fyrir veturinn. Teppið er prjónað úr tveimur þráðum af Drops Air sem fæst í 20 litbrigðum og 3 nýir litir væntanlegir. 
 
Stærð:  um 100x120 cm
 
Garn: Drops Air fæst í Handverkskúnst
- perlugrár nr 03: 600 gr
 
Prjónar: Hringprjónn (80 cm) nr 10 – eða þá stærð sem þarf til að 9 lykkjur og 12 umferðir í sléttu prjóni verði 10x10 cm. Kaðlaprjónn.
 
Teppi: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón með 2 þráðum af Drops Air.
 
Fitjið upp 108 lykkjur á hringprjón nr 10 með 2 þráðum Air. Prjónið 4 umferðir garðaprjón (2 garðar), prjónið síðan frá réttu þannig: 3 lykkjur garðaprjón, A.1 yfir næstu 32 lykkjur, A.2 (= 38 lykkjur), A.4 yfir næstu 32 lykkjur, 3 lykkjur garðaprjón. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 120 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.3 (= 50 lykkjur) yfir lykkjur í stað A.2, aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. 
 
Prjónið þar til stykkið mælist 120 cm er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir hvern kaðal í A.3 = 108 lykkjur á prjóninum. Prjónið 4 umferðir garðaprjón og fellið af. 
 
Gangið frá endum og þvoið stykkið.
 
Með prjónakveðju, 
mæðgurnar í Handverkskúnst,
www.garn.is.
 
Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...

Smásjal heklað úr DROPS Air
Hannyrðahornið 12. nóvember 2023

Smásjal heklað úr DROPS Air

Uppskrift að "Happy Laurel Shawl" sjal. Allar umferðir byrja með 3 loftlykkjum s...