Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gilsbakki
Bóndinn 26. ágúst 2016

Gilsbakki

Hafsteinn er fæddur í Kópavogi og Ann-Charlotte í Ludvika í Svíaríki. Lífsleiðir fléttuðust saman í Öxarfirði fyrir 12 árum síðan. Við keyptum jörðina 2012 eftir að hafa leitað að jörð í þó nokkurn tíma. 

Við höfum smám saman verið að fjölga fé og bæta stofninn með aðstoð góðra granna og vina.

Býli:  Gilsbakki.

Staðsett í sveit:  Öxarfirði.

Ábúendur: Hafsteinn Hjálmarsson og Ann-Charlotte Fernholm.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): 

Brynjar Freyr, 18 ára, Bergþór Logi, 13 ára, Carl Mikael, 7 ára, Isabella Ásrún, 5 ára, smalatíkin Ronja og kötturinn Brandur.

Stærð jarðar?  Um 600 ha með landi Gilhaga, óskipt heiðarland milli jarðanna. Ræktað land beggja jarða 55ha sem við nýtum.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 500 vetrarfóðraðar kindur, 7 hross, 9 endur og 8 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 

Árstíðabundið eins og gengur og gerist á sauðfjárbúum. Bóndinn heimavinnandi og húsfrúin kennari í grunnskólanum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll bústörf eru skemmtileg þegar vel gengur. Nema kannski skítasköfun.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en vonandi getur frúin unnið meira heima.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í góðum höndum þeirra sem hafa vit á því!

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, en það byggist á að framleiðsluvörurnar seljist og viðunandi verð fáist fyrir þær.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Halda á lofti gæðum og hreinleika vörunnar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Pepsi, ostur, smjörvi og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille, grjónagrautur, lambahryggur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsti sauðburðurinn eftir að við keyptum jörðina.

4 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...