Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fyllt súkkulaðiegg og svínakjöt í páskaöli
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 23. mars 2016

Fyllt súkkulaðiegg og svínakjöt í páskaöli

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Nú fer páskahátíðin í hönd með tilheyrandi veisluhöldum og páskaeggjaáti. Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt er skemmtileg nýbreytni að búa til fyllt páskaegg. Hér er aðferð við að búa til þunn páskaegg með því að nota litlar vatnsblöðrur. Það má líka kaupa lítil tilbúin egg og setja fyllingu í þau. Fullkominn páskaeftirréttur. 
Páskabjórinn er nú fáanlegur í Vínbúðunum og tilvalið að nota hann við matargerðina. Hér er stungið upp á ljúffengum svínakjötsrétti þar sem bjórinn kemur við sögu. 
 
Purusnakkið sést víða á veitingastöðum þessi dægrin. Það er fátt betra en að gæða sér á stökku purusnakki með restinni af páskabjórnum.
 
Svínakjöt með páskaöli, steiktri steinseljurót og grænum jurtum
6 feitar svínakjötssneiðar
1 ½ tsk. fínt salt
1 tsk. kóríander-fræ
1 tsk. fennel-fræ
2 laukar
1–2 páskabjórar
4 dl dökkt soð (vatn og kraftur eða fernur sem er farið að selja í mat- vörubúðum). Í soðið er ágætt að fá meiri ferskleika með salvíu, kapers og sítrónu. 
2 lárviðarlauf
smjör og hlutlaus olía
sjávarsalt
ferskur malaður pipar
smá hunang
 
Steikt steinseljurót
400 g steinseljurót eða nípa
1 skalottlaukur
50 g af smjöri
safi af einni sítrónu
 
Grænt skraut
1 sítróna
1 skalottlaukur
1 msk. kapers
¼ búnt steinselja
8–10 stilkar af salvíu
 
Aðferð:
 
Daginn áður er gott að krydda kjötið og salta. Hyljið með plastfilmu og setjið í ísskáp yfir nótt.
Ristið kóríanderfræ og fennelfræ á þurri pönnu þar til þau fara aðeins að brúnast. Afhýðið lauk og saxið gróflega. Léttsteikið kjötið í smjöri og olíu í ofnföstum potti. Færið til hliðar meðan laukur er steiktur í sama pottinum í sömu fitu. Bætið kjötinu aftur á pönnu með lárviðarlaufi og brúnuðum fræjum. Bætið við bjór og kjötsoði og hyljið kjötið. Látið malla í ½–1 klst. þar til kjötið eru að fullu eldað – annaðhvort á eldavélinni eða í ofni við 140–150 gráður. Takið kjötið úr pottinum og sigtið soðið í hreinan pott. Sjóðið það niður í 4 dl sterka sósu. Kryddið með salti, pipar og sítrónusafa og smá hunangi.
 
Steikt steinseljurót
Hitið ofninn í 200°C. Afhýðið steinseljuræturnar og skerið í um 1 cm breiðar lengjur eftir endilöngu. Bræðið smjörið í litlum potti og léttsteikið. Bætið við safa úr sítrónu og fínt hökkuðum lauk. Kryddið með salti og pipar. Setjið í eldfast form með smjörpappír og bakið í heitum ofni í um 20–25 mínútur eða þar til ræturnar eru gullinbrúnar og fallegar.
 
Grænt skraut
Saxið fínt saman sítrónubörk, kapers, salvíu og steinselju. Blandið öllu saman.
Setjið upp á fat með kartöflum, sósu og stráið vel yfir af græna skrautinu. 
 
Purusnakk úr svínakjöti
Ekki henda purunni af svínakjötinu – það er hægt að gera úrvalssnakk á auðveldan hátt.
Byrjið á að taka stykki af ferskri svínpuru. Gangið úr skugga um að lag af fitu sé 1–1½ cm á þykkt.
Skerið í strimla, setjið í pott og sjóðið þá í um 20 mínútur. 
 
Eftir suðu eru strimlarnir settir á smjörpappír og þeir þurrkaðir með pappír. Kryddið með grófu salti.
Bakið í ofni við 220° C í 20–25 mínútur. Snúið purustrimlunum nokkrum sinnum og hellið af umframfitu.
Þegar purusnakkið er stökkt, fjarlægið úr ofninum og setjið á  pappír. Kryddið eftir smekk – prufið ykkur áfram.
 
Fyllt súkkulaðiegg
  • 6–8 stk. lítil súkkulaðiegg 
  • 150 g (um 5 ml) rjómaostur, 
  • t.d. mascarpone eða rjómaostur
  • 30 g (um 1/4 bolli) flórsykur
  • ½ tsk. sítrónusafi
  • ½ tsk. vanilludropar
  • 125 ml (um 1/2 bolli) þeyttur rjómi
 
„Eggjarauðu“ skrautfylling
  • 1 stk. ástríðuávöxtur eða frosið mangó
  • 1 msk. apríkósusulta
  • 1 msk. (um 15 grömm) ósaltað smjör 
  • 1 matarlímsblað (sett í kalt vatn og leyst upp)
 
Blásið lofti í blöðrurnar og dýfið þeim í brætt súkkulaði sem búið er að kæla í 30°C. Hentugast er að bræða 2/3 yfir vatnsbaði og svo hræra 1/3 af óbræddu súkkulaði á eftir til að kæla súkkulaðið niður. Látið kólna og sprengið síðan blöðruna (neðan frá með nál). Þá er eftir egglaga súkkulaðikarfa sem auðvelt er að fylla með ostakökublöndu. 
 
Notið heitan hníf og vandlega fjarlægið efsta hlutann af súkkulaðiegginu. Setjið eggin í ísskápinn til að halda þeim köldum á meðan ostakökufyllingin er undirbúin. 
 
Setjið rjómaost, flórsykur, sítrónusafa og vanillu í stóra skál og þeytið í um 3–4 mínútur þar til blandan er slétt og mjúk. Sameinið þeyttan rjóma og rjómaost í ostakökublönduna þar til hún er slétt. Fyllið eggin með skeið eða sprautupoka. Kælið eggin í að minnsta kosti 30 mínútur til að leyfa þeim að stífna.
 
Setjið síðan gult ávaxtasultuhlaup í miðjuna svo eggjaáferðin sé fullkomin (búið að leysa upp í potti með matarlími og smjöri og kæla að stofuhita).

9 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...