Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fuglafár er nýtt spil um fugla í íslenskri náttúru
Líf&Starf 9. desember 2016

Fuglafár er nýtt spil um fugla í íslenskri náttúru

Fuglafár er nýtt spil sem vinkonurnar Birgitta Stein­grímsdóttir og Heiðdís Inga Hilmarsdóttir hönnuðu og hafa nú gefið út. Spilið er að koma í verslanir nú um þessi mánaðamót. Birgitta og Heiðdís sáu um hönnun spilsins og umbrot, en þær sjá einnig um útgáfu þess og dreifingu.
 
„Hugmyndin kviknaði þegar við áttuðum okkur á því hve lítið við vissum um fugla þrátt fyrir að þeir séu mjög áberandi í okkar daglega umhverfi og svo til einu villtu dýrin sem við sjáum hér á Íslandi. Málin þróuðust á þann veg að nú erum við forfallnar fuglaáhugamanneskjur og með þessu spili, Fuglafári, viljum við endilega smita aðra út frá þessum áhuga okkar,“ segir Birgitta.
 
Í spilinu kynnast leikmenn 30 fuglum sem allir eru einkennandi fyrir íslenska náttúru. Vatnslitamyndir eru eftir Jón Baldur Hlíðberg, einn færasta náttúruteiknara landsins og þótt víðar væri leitað. 
 
Tveir leikir í einu spili
 
Fuglafár er heldur óhefðbundið í útliti. Það inniheldur tvo leiki; Gettu hver fuglinn er og Fuglatromp og eru þeir byggðir á hinum sívinsælu spilum Guess Who og Top Trumps. 
 
Markmið þess fyrrnefnda, Gettu hver fuglinn er, er að komast að því hvaða fugl andstæðingurinn er með áður hann kemst að þínum. Markmið Fuglatromps er að ná öllum spilunum til sín með því að vera klók/klókur og spila upp á þá eiginleika sem fuglinn skorar hátt í. 
 
Fuglafár inniheldur eitt spilaborð, poka með 60 flipum, spilastokk með 30 spilum og 12 blaðsíðna bækling þar sem er að finna leiðbeiningar og ýmsan fróðleik. Spilið er miðað við 7 ára aldur og eldri og geta leikmenn verið 2 til 4.
 
Nýtist í kennslu
 
„Spilið er væntanlegt í verslanir núna um mánaðamótin nóvember desember. Það er alveg kjörið fyrir fjölskyldur og vini að koma saman, skapa góðar minningar og kynnast um leið fuglum í íslenskri náttúru,“ segir Birgitta. Hún bendir einnig á að spilið nýtist vel sem námsgagn í náttúrufræðikennslu í grunnskólum landsins og muni þær stöllur eftir jól einbeita sér að því að bjóða skólum að kaupa það.  „Við höfum aðeins verið að setja okkur í samband við grunnskólana og bjóða spilið í forsölu. Skemmst er frá því að segja að viðtökur hafa verið afar góðar.“
 
 
Í fyrstu var Fuglafár hugsað sem námsgagn í náttúrufræði í grunnskólum, „en við tókum ákvörðun um að gefa það út á almennum markaði, okkur fannst það eiga þangað full erindi auk þess sem það reyndist mun hagkvæmara upp á framleiðsluna,“ segir Birgitta en þær Heiðrún efndu til hópfjármögnunar vegna útgáfunnar á Karolina Fund og gekk hún vonum framar. „Við vonumst til þess að spilið stuðli að bættri þekkingu grunnskólabarna á íslenskum fuglum með því að bjóða upp á nýstárlegar kennsluaðferðir sem auka fræðslu í gegnum leik. Samhliða því að kveikja áhuga barnanna á fuglum vonum við að Fuglafár stuðli að enn frekari áhuga þeirra á náttúru Íslands og auki skilning á mikilvægi hennar.“
 
Könnuðu  þekkingu grunnskólabarna á íslenskum fuglum
 
Birgitta er meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og Heiðdís nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Báðar ólust upp í Árbæ í Reykjavík og hafa verið vinkonur frá 12 ára aldri.  „Við fengum styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís til að hefja vinnu við gerð spilsins vorið 2015.
Áður en við hófum hönnunarferli spilsins vildum við samt athuga hver staða þekkingar íslenskra barna á fuglunum okkar væri. Þess vegna fórum við í 9 grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og lögðum könnun fyrir 370 börn í 4. bekk þar sem við athuguðum hvort þau þekktu 30 algengustu og mest einkennandi fugla í íslenskri náttúru. Þegar spilið var tilbúið og fyrsta frumgerð hafði verið prentuð fórum við svo aftur í skólana og fengum börnin til að prófa spilið og gefa því umsögn. Það gekk vonum framar og voru bæði börn og kennarar ákaflega ánægð með spilið,“ segir Birgitta. Hún segir að áhugavert væri í framhaldi af heimsóknum í grunnskóla í höfuðborginni að leggja sömu könnun fyrir grunnskólanema á landsbyggðinni og bera niðurstöðurnar saman. 
 
Fyrr á þessu ári, eða í janúar síðastliðnum, fengu þær Birgitta og Heiðdís Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir þetta verkefni.  
Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...