Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samstarfsaðilar á fyrsta fundi verkefnisins. Ásdís er þriðja frá vinstri og Guðrún Stella fjórða frá vinstri. Anna Lea Gestsdóttir frá Byggðastofnun er önnur frá vinstri.
Samstarfsaðilar á fyrsta fundi verkefnisins. Ásdís er þriðja frá vinstri og Guðrún Stella fjórða frá vinstri. Anna Lea Gestsdóttir frá Byggðastofnun er önnur frá vinstri.
Líf&Starf 4. janúar 2017

Fræðsla fyrir frumkvöðlakonur

Aðalmarkmið Free-verkefnisins (Female Rural Enterprise Empowerment) sem hlotið hefur styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins, er að aðstoða frumkvöðlakonur á landsbyggðinni til að koma hugmyndum sínum og fyrirtækjum á framfæri með fræðslu og hvatningu auk þess að efla tengslanet þeirra.  
 
Markhópur verkefnisins eru frumkvöðlakonur sem hafa nú þegar viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd eða hafa nýlega stofnað fyrirtæki. Sjónum er einkum beint að landsvæðum sem hafa glímt við fábreytni í atvinnulífi og búið við neikvæða byggðaþróun og mun fræðslan á Íslandi verða í boði á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi.
 
Vinnumálastofnun stýrir verk­efninu hér á landi en auk þess er Byggðastofnun samstarfsaðili en aðrir samstarfsaðilar koma frá Bretlandi, Króatíu, Litháen og Búlgaríu. 
 
Nám og þjálfun á netinu 
 
Mikilvægur hluti verkefnisins snýst um að bjóða upp á nám/þjálfun á netinu þar sem áherslan er lögð á færni sem tengist fyrirtækjarekstri, en auk þess verður boðið upp á þjálfunarhringi á netinu sem byggja á hugmyndafræði sem samstarfsaðilinn Inova á Bretlandi hefur þróað á síðustu árum. Notast er við aðferðir aðgerðarnáms við lausn vandamála og unnið með markmiðasetningu og sjálfsskoðun í því skyni að efla persónulega hæfni. Nú er verið að leggja síðustu hönd á námsefnið og er miðað við að fræðslan hefjist í janúar á næsta ári.
 
Tengslanet
 
Tengslanet frumkvöðlakvenna verða sett upp á þessum þremur svæðum og munu sjálfboðaliðar stýra þeim. Gert er ráð fyrir því að tengslanetið starfi í 10 mánuði að lágmarki á tilraunatímabilinu og að a.m.k. sex fundir verði haldnir á tímabilinu. Þróun og efnistök hvers tengslanets er í höndum leiðtoganna sjálfra og netsins sem myndað verður og mun dagskrá tengslanetsfundanna taka mið af áhugasviði þátttakenda. Einnig verður leitað eftir samstarfi við þau tengslanet sem nú þegar eru starfandi á svæðunum. 
 
Fræðsla fyrir tengslanetsleiðtoga
 
Dagana 26.–30. september síðastliðinn var haldin fræðsla í Sheffield fyrir tengslanetsráðgjafa allra samstarfsaðila. Frá Íslandi komu þær Bryndís Sigurðardóttir, Ísafirði, Lilja Gunnlaugsdóttir, Sauðárkróki og Anna Katrín Svavarsdóttir, Egilsstöðum en þær munu stýra tengslanetum á sínum svæðum.     
 
Á námskeiðinu fengu leiðtogarnir fræðslu um tengslanet sem sett hafa verið upp í dreifðum byggðum á Bretlandi, fræðslu um þjálfun og kennslu (coaching and mentoring) en auk þess var farið í fyrirtækjaheimsóknir í Peak District héraðið þar sem fyrirtæki kvenna á svæðinu voru heimsótt. Einnig fengu leiðtogarnir tækifæri til að kynnast og mynda tengsl sín á milli en skemmtilegur andi myndaðist milli þeirra níu leiðtoga sem sóttu fræðsluna.
 
Tengslanet mikilvæg 
 
Við spurðum tengslanetsleiðtogana hvernig til hefði tekist með fræðsluna og hvaða væntingar þær hafi til tengslanetanna en nú þegar hafa fundir verið haldnir á Austurlandi og á Norðurlandi vestra. 
 
Lilja: „Námskeiðið úti var virkilega lærdómsríkt og opnaði augu mín enn fremur fyrir því hve mikilvægt það er að eiga gott tengslanet fólks í sömu sporum og maður sjálfur. Með því að nýta styrk hver annars og þekkingu kemur út sterk heild sem allir græða á.
 
Ég vonast til að tengslanetið á mínu svæði styrki þá sem eru fyrir með fyrirtækjarekstur og gefi þeim sem eru í startholunum eða með hugmynd kjark til að taka stökkið og framkvæma, sem bætir atvinnulíf og þar af leiðandi mannlífið á svæðinu. 
 
Fyrsti fundurinn var haldinn á Sauðárkróki og á hann mættu sex konur. Á honum var rætt um umsóknarferli uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra og um framhaldið og hvað konur hefðu áhuga á að fræðast um. 
 
Bryndís: „Það er grundvallaratriði í atvinnurekstri að hafa gott tengslanet, bæði til að koma vöru eða þjónustu á framfæri og til að draga að sér þekkingu og reynslu annarra. Sérstaklega er mikilvægt fyrir einyrkja að hafa gott tengslanet, til að sækja sér félagsskap og til að deila reynslusögum. Öll ferðalög hefjast á fyrsta skrefinu og flestur rekstur hefst á frumkvöðlinum eða einyrkjanum og þar sé ég tækifæri fyrir þetta nýja tengslanet, til að styðja og styrkja konur sem eru að taka sín fyrstu skref í rekstri.“
 
Anna Katrín: „Mér fannst afar fróðlegt og skemmtilegt að kynnast konum í atvinnurekstri frá öðrum löndum, finna út hvað var líkt og ólíkt. Ég sé fyrir mér að tengslanet kvenna í atvinnurekstri hér fyrir austan verði vettvangur kvenna til fræðslu, stuðnings, nýrra tækifæra og tengslamyndunar. 
 
Hér var fyrsti fyrsti fundurinn haldinn á Egilsstöðum og gekk hann virkilega vel. Á hann mættu 15 konur, þar af fimm sem tóku þátt á netinu. Á fundinum sagði ég stuttlega frá Free-verkefninu en síðan kom Lára Vilbergsdóttir frá Austurbrú til að ræða um uppbyggingarsjóðinn en opið er fyrir umsóknir í sjóðinn um þessar mundir. Að lokum var rætt um framhald netsins og hvaða fræðslu þátttakendur hafa áhuga á.“ 
 
Allar nánari upplýsingar um verk­efnið má finna á heimasíðu þess, www.ruralwomeninbusiness.eu, en einnig má slá á þráðinn til Ásdísar Guðmundsdóttur verkefnastjóra eða Guðrúnar Stellu, forstöðukonu Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum, í síma 515-4800.   
 

3 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...