Fólkið sem erfir landið 28. nóvember 2018

Lambakjöt í uppáhaldi

Auðunn Ingi býr með foreldrum sínum og tveimur bræðrum, Guðna Bóasi, sem er 8 ára og Oddi Olavi, sem er tvíburabróðir hans. Pabbi hans er smiður og mamma hans er hjúkrunarfræðingur.
 
Auðunn er í 7.bekk í Flóaskóla. Hann bjó í Hveragerði fram að 6 ára aldri en flutist svo í Flóahrepp. Hann byrjaði að spila fótbolta þegar hann var 8 ára gamall og boltinn hefur verið límdur við fæturna á honum síðan. Auðunn er mjög metnaðarfullur og fylginn sér, ábyrgðarfullur og þroskaður í hugsun – góður og duglegur.
 
Nafn: Auðunn Ingi Davíðsson.
 
Aldur: 12 ára.
 
Stjörnumerki: Meyja.
 
Búseta: Litla-Ármót en er að fara að flytja á Ármótsflöt 5.
 
Skóli: Flóaskóli.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að vera í fótbolta.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur.
 
Uppáhaldsmatur: Lambakjöt.
 
Uppáhaldshljómsveit: Kaleo.
 
Uppáhaldskvikmynd: Mission Impossible.
 
Fyrsta minning þín? Þegar ég bjó í Hveragerði.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta með UMF Selfoss.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fótboltamaður.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég lærði að gera afturábak heljarstökk.
 
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Spilaði fótbolta.
 
Næst » Auðunn skorar á Hönnu Dóru Höskuldsdóttur á Stóra-Ármóti í Flóahreppi að svara næst.