Fólk / Fólkið sem erfir landið

Ætlar í fjöruferðir í sumar

Alexandra Ásta á heima á bænum Stakkhamri á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hennar fyrsta minning er frá því þegar hún fór í sundlaugina í Stykkishólmi.

Fyrsta minningin frá smíðavinnu hjá afa Svenna

Sveinn Atli er mikill íþróttagarpur og stefnir á atvinnnumennsku í fótbolta og handbolta.

Elskar að fara í sveitina

Elmar Rafn er 7 ára og er í Hörðuvallaskóla. Hann æfir fótbolta og er á hjólabrettanámskeiði. Hann er mjög hrifinn af dýrum og elskar að fara í sveitina til ömmu sinnar og einn daginn langar hann að eignast páfagauk.

Ætla í veiðiferð í sumar

Sigurður Darri er sjö ára en alveg að verða átta ára og hlakkar mikið til að halda upp á afmælið sitt. Honum finnst rosalega gaman að leika með vinum sínum í Nerf-byssuleikjum.

Fluttur til Íslands og búinn að eignast vini

Matti á heima í Garðabæ og flutti aftur til Íslands fyrir einu ári eftir að hafa átt heima í Hollandi í sjö ár. Hann er eiginlega alveg orðinn vanur að búa á Íslandi og er búinn að eignast góða vini.

Man fyrst eftir því þegar mamma og pabbi giftu sig

Óliver Orri er níu ára nemandi í Hofstaðaskóla. Honum finnst skemmtilegast í frímínútum.

Langar að flytja lögheimilið mitt í tjaldvagninn

Hestar eru uppáhaldsdýrin hans Ernis Daða. Þegar kemur að hljómsveitum er það Amabadama.