Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Góð mæting var á stofnfund um rekstur verslunar í Árneshreppi og ríkti bjartsýni á fundinum. Mynd / Skúli Gautason
Góð mæting var á stofnfund um rekstur verslunar í Árneshreppi og ríkti bjartsýni á fundinum. Mynd / Skúli Gautason
Mynd / Skúli Gautason
Líf&Starf 25. febrúar 2019

Félag stofnað um verslunarrekstur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stofnfundur félags um verslun í Árneshreppi var haldinn í byrjun febrúar. Verslun lagðist af í hreppnum haustið 2018 og hafa íbúar hreppsins þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi, þar sem ekki er mokað að jafnaði í Árneshreppi frá áramótum til 20. mars. 
 
Það er því afar áríðandi að koma á verslun fyrir þá íbúa sem hafa vetursetu í Árneshreppi.
Fjöldi fólks lýsti yfir stuðningi við verkefnið og áhuga á því að eignast hlutafé í versluninni. Um 4.000.000 kr. söfnuðust í hlutafé og eru hluthafar tæplega 70. Sett var 100.000 kr. hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild.
 
Stofnfundurinn var haldinn í húsnæði verslunarinnar í Norðurfirði. Það var góð mæting og ríkti bjartsýni á fundinum, segir í frétt á vefsíðu Byggðastofnunar. Félagið fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps og er stefnt að því að opna með takmarkaðan afgreiðslutíma strax á vormánuðum og síðan með fullum afgreiðslutíma í sumarbyrjun. 

Skylt efni: Árneshreppur

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...