Fólk 14. september 2015

Einfalt bylgjuteppi

Þessi uppskrift er í boði Handverkskúnstar. Garnið í teppið færðu hjá okkur í verslun okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi 32, Dalbrekkumegin, Kópavogi, á www.garn.is og á útsölustöðum víða um land. 
 
Þetta einfalda bylgjuteppi er tilvalið verkefni til þess að hafa yfir sjónvarpinu. Þótt uppskriftin sé einföld þá er hún langt frá því að vera óspennandi. Möguleikar á útfærslum eru fjölmargir því hver og einn heklari ákveður eigin stærð og litasamsetningu.
 
 
Garn: Kartopu Basak – einlitt, 
Kartopu Marine – sjálfmunstrandi.
Heklunál: 4 mm
 
Hvað þarf mikið garn í teppi?
Stærð: 70 x 100 cm = 6 dokkur, 100 x 150 = 12 dokkur, 140 x 200 = 21 dokkur, 140 x 220 = 23 dokkur
 
Skammstafanir og merkingar:
L – lykkja, LL – loftlykkja, ST – stuðull, OST – opinn stuðull. 
 
Fitjið upp margfeldið af 14, bætið svo við 2 LL.
(Þetta þýðir að þú fitjar upp 14, 28, 42, 56… lykkjur þar til æskilegri lengd er náð, þá er bætt við 2 LL. Þetta er gert til þess að mynstrið stemmi).
 
1. umf: 1 ST í 3. L frá nálinni, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * þar til aðeins ein lykkja er eftir, í hana eru heklaðir 2 ST. Snúið við. (Með því að hekla aðeins í aftari hluta lykkjunnar næst þessi upphleypta áferð).
 
2. umf: 2 LL, 1 ST í fyrstu lykkjuna (í þessu mynstri er heklað strax í fyrstu lykkjuna því það er verið að auka út, en venjulega er þessari fyrstu lykkju sleppt), 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * út umferð, til þess að klára umferðina eru heklaðir 2 ST í aðra LL af þeim tveim sem gerðar voru í byrjun síðustu umferðar. Snúið við.
 
Endurtakið 2. umferð þar til teppið hefur náð æskilegri lengd.
 
 
Góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Elín Guðrúnardóttir
www.garn.is