Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
SN 468 – Þorsteinn Birgisson ekur og Bjarki F. Sigurjónsson farþegi, mynd tekin þegar ekið er yfir Múlakvísl.
SN 468 – Þorsteinn Birgisson ekur og Bjarki F. Sigurjónsson farþegi, mynd tekin þegar ekið er yfir Múlakvísl.
Líf&Starf 22. júní 2016

Brandarar minntust Vatnabrands með ferð um Mýrdalinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Brandarar, sem er hópur afkomenda Mýrdælingsins Brands Stefánssonar, fóru í ferð um Mýrdalinn föstudaginn 20. maí. Tilefnið var að Brandur, oft nefndur Vatna-Brandur, hefði orðið 110 ára þann dag. 
„Brandur var mikill frumkvöðull og var sá fyrsti í Mýrdal til að kaupa sér bíl árið 1927. Vegir voru þá engir og kom því bíllinn með skipinu Skaftfellingi til Víkur,“ segir Guðjón Þorsteinn Guðmundsson, aðspurður um ástæðu ferðarinnar en hann var einn af skipuleggjendum hennar. Brandur var brautryðjandi í samgöngusögu Mýrdælinga því hann hóf áætlunarferðir fyrstur manna milli Reykjavíkur og Víkur.
 
„Ferðin okkar 20. maí var ekki hefðbundin því við reyndum að keyra Mýrdalinn eins og Brandur hefði gert það á fyrstu árunum sínum og farið á vaði yfir þær ár sem ekki voru brúaðar á þessum tíma.
 
Við vorum vel bílandi miðað við þann bílakost sem Brandur hafði á sínum tíma en þrátt fyrir það tók okkur um 4 klukkustundir með góðum stoppum að keyra Mýrdalinn frá Jökulsá á Sólheimasandi að Hafursey.
 
Með þessu framtaki viljum við halda sögu Vatna-Brands á lofti og vonumst til þess að hans verði minnst í komandi framtíð,“ bætir Guðjón Þorsteinn við. 
Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...