Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ytra-Vallholt
Bóndinn 30. október 2014

Ytra-Vallholt

Núverandi ábúendur tóku við búi af foreldrum Hörpu 1999. Fénu var fjölgað og gömlu minkabúi, sem til var, breytt í fjárhús til viðbótar við 300 kinda hús sem fyrir voru.

Verið er að byggja aðeins í við þannig að fénu mun líklega  fjölga eitthvað á næstunni.

Býli:  Ytra-Vallholt.

Staðsett í sveit: Fyrrverandi Seyluhreppi í núverandi Sveitar­félaginu Skagafirði.

Ábúendur: Björn Grétar Friðriksson  og Harpa Hrund Hafsteinsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Friðrik Snær, 13 ára, Hafsteinn Máni, 11 ára og Birta Lind, 2 ára.

Stærð jarðar? Um 250 ha.

Gerð bús? Blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 600 kindur, 50 hross, 2 hundar, 3 kettir og 3 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Mjög misjafnt eftir árstíðum. Á veturna eru það gjafir og tamningar sem taka mestan tímann, á sumrin heyskapur og önnur tilfallandi verk.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn skemmtilegastur en biluð tæki og skítmokstur leiðinlegast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi svipaður nema betra fé og betri hross.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru bara í góðu gengi.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Bara vel enda verið að framleiða úrvals vöru.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjöt og mjólkurvörur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur og rabarbara­sulta.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Mjög misjafnt eftir heimilismeðlimum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fyrsta hrossið okkar fór í fyrstu verðlaun. Búin að eignast mörg fyrstu verðlauna-hross síðan en það toppar ekkert gleðina yfir þessu fyrsta.

5 myndir:

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...