Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vaðbrekka
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 30. nóvember 2017

Vaðbrekka

Langafi og -amma Aðalsteins Sigurðarsonar í Vaðbrekku keyptu jörðina árið 1922 og bjuggu hér í 50 ár. Svo tók afi hans við og svo pabbi hans og svo hann sjálfur frá árinu 2014.Hann er því fjórði ættliður sem býr þar. 
 
Býli:  Vaðbrekka.
 
Staðsett í sveit: Vaðbrekka stendur í 400 metra hæð yfir sjó í Hrafnkelsdal sem gengur suður úr Jökuldal ofanverðum á Fljótsdalshéraði. 
 
Ábúendur: Eyrún Harpa Eyfells Eyjólfsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Erum tvö og eigum von á barni í febrúar. Eigum einnig hundinn Dimmalimm.
 
Stærð jarðar?  Jörðin er eitthvað um 6.600 hektarar.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Eingöngu sauðfé, 405 hausar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þetta er alveg einkennileg spurning því hefðbundinn vinnudagur er ekki til, en hann byrjar snemma og endar seint. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og smalamennskur eru skemmtilegust og skítmokstur það leiðinlegasta.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sjáum þetta fyrir okkur í svipuðum sniðum og þetta er núna í; kringum 400 kindur og hefðbundinn sauðfjárbúskapur. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Betur má ef duga skal.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Held að helstu tækifærin felist í því að selja búvörur á minni kjötkaupmenn um allan heim, til að ná til fleira fólks sem vill kaupa dýrara kjöt af kjötkaupmanninum á horninu.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur og meira smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimareykt bjúgu með smjöri.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Mjög eftirminnilegt að geta hafið heyskap um miðjan júlí í sumar, sem er tveimur vikum fyrr en í venjulegu árferði.
 
 
Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...