Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Teigasel 2
Bóndinn 9. febrúar 2017

Teigasel 2

Við tókum við ábúð á jörðinni 1. febrúar 2011. Föðurbróðir Lindu og fjölskylda hans bjuggu á jörðinni á undan okkur og voru með loðdýr og um 100 kindur. 
 
Foreldrar Lindu búa á bænum Teigaseli 1 sem er næsti bær innan við Teigasel 2. Linda Björk er húsasmiður og búfræðingur frá Hvanneyri og Jón Björgvin er þúsundþjalasmiður.
 
 
Loðdýrahúsin í heild eru um 3.500 fermetrar. Haustið 2011 innréttuðum við eitt refahúsið sem fjárhús og einungruðum loftið á því húsi 2012. Við nýtum öll húsin eitthvað en nýtingin mætti vera betri. Gömlu fjárhúsin eru eingöngu notuð sem sauðburðarhús.
 
Býli:  Teigasel 2.
 
Staðsett í sveit: Jökuldal, Fljótsdalshéraði.
 
Ábúendur: Jón Björgvin Vernharðs­son og Linda Björk Kjartansdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum þrjú börn: Heiðdísi Jöklu (5 ára), Snærúnu Hröfnu (3 ára) og Fannar Tind (1 árs) og svo eru hundurinn Tríton og kötturinn Búi.
 
Stærð jarðar?  Jörðin er um 1.110 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með rétt rúmlega 500 kindur á vetrarfóðrum og einnig erum við með nokkrar endur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er nú eiginlega ekki til „hefðbundinn vinnudagur“ í sveitinni. En á veturna eru gjafir kvölds og morgna og ýmislegt gert milli gjafa. 
Á haustin er Jón Björgvin að vinna í hlutastarfi við fjárkeyrslu í sláturhús og eftir það tekur við rúningur fram í desember og svo snoðrúningur í mars. Linda Björk sér að mestu leyti um gjafir yfir rúningsverktíðina ásamt því að annast börnin og heimilið. 
Anna Birna, móðir Jóns, er hjá okkur á sauðburði. Einnig eigum við góða að í göngum og réttum á haustin, sem er alveg ómetanlegt.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemtilegasta sem við gerum er sauðburður og heyskapur, sem er í samvinnu við foreldra Lindu – og svo fjárrag á haustin.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við verðum með svipaðan fjárfjölda og stefnum á að bæta húsakost og aðstöðu ásamt því að laga og stækka girðingar. Einnig að vera búin að bæta tré- og járnsmíðaaðstöðuna í aðstöðuhúsunum. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Bændaforystan og félagsmál bænda eru bændum afar mikilvæg.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Á maður ekki að vera bjartsýnn og spá að landbúnaði muni vegna betur en nokkurn tímann áður?
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Góð sala á íslenskum búvörum hér á landi til erlendra ferðamanna er góð auglýsing fyrir erlenda markaði. Ásamt mörgu öðru. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og pítusósa.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille, hrísgrjónagrautur og lambalæri.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það sem kemur efst í huga núna er þegar við einangruðum þakið á fjárhúsunum og losnuðum við hélulekann og þegar við fengum afrúllarann.
 
Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...