Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hvoll 2
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 6. febrúar 2020

Hvoll 2

Erla Björk og Bergþór keyptu bæinn Hvol 2 árið 2011 og strax ári seinna mætti Alex í heiminn og árið 2014 Amanda. Þau segja að þar hafi nóg verið um að vera og þetta sé góður staður til að búa á. 

Býli:  Hvoll 2.

Staðsett í sveit:  Staðsett í Ölfusi.

Ábúendur: Erla Björk Tryggvadóttir, Bergþór Andrésson ásamt börnunum Alex Bjarka Bergþórssyni, 7 ára og Amöndu Björt Bergþórsdóttur, 5 ára.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum fjögur ásamt Bósa hundinum okkar.

Stærð jarðar?  Erum með 8,4 ha (svona frímerki).

Gerð bús? Hrossabú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Hross, en á bænum eru yfirleitt um 20 hross en þau eru um 50 í eigu búsins en geymd á landmeiri jörðum. 

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjað er að keyra krakkana í skólann og svo komið heim og riðið út og sinnt því sem þarf í kringum hrossin. Bergþór er í vinnu utan bús. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er þegar folöldin eru að tínast í heiminn á sumrin. Leiðinlegast er klárlega girðingavinna.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu móti en með betri aðstöðu.

Hvaða skoðun hafið þið á félags-málum bænda? Hef ekki velt því fyrir mér.

Hvernig mun íslenskum land-búnaði vegna í framtíðinni? Ef hann verður rétt markaðssettur þá verður hann vinsælli en hann er í dag. En það þarf að halda rétt á spilunum.

Hvar teljið þið að helstu tæki-færin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Hrossum, en með því að opna á nýja markaði og vinna í exemrannsóknum gæti það aukist til muna.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og ótrúlega mikið af sósum.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það fer eftir því hver er spurður, grjónagrautur og slátur rennur ljúft niður hjá smáfólkinu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar stóðhesturinn okkar, Mári fra Hvoli 2, fór í fyrstu verðlaun. 

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...