Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hrafnkelsstaðir
Bóndinn 24. ágúst 2017

Hrafnkelsstaðir

Ábúendurnir á Hrafnkelsstöðum fluttu á jörðina árið 1990 en þá var hún í eigu ríkisins. Hófst þá uppbygging á svæðinu og var jörðin keypt nokkrum árum seinna. 
 
Árið 2007 hófst svo ferðaþjónustan hjá fjölskylduni ásamt því að Karl sinnti starfi sínu sem landpóstur. Reiðhöllin reis svo árið 2008 og hefur nýst vel fyrir tamningar yfir vetrartímann. 
 
Mikill uppgangur hefur verið í ferðaþjónustunni síðustu ár og árið 2012 reis nýtt hús til að sinna henni. Þar er gisti- og salernispláss fyrir átta manns auk eldhúss, matsalar og setustofu. 
 
 
Býli:  Hrafnkelsstaðir.
 
Staðsett í sveit: Á Mýrum í Borgarfirði. 
 
Ábúendur: Bóndinn Karl Heiðar Valsson og eiginkonan Monika Kimpfler.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fjölskyldan á þessum bæ eru fimm talsins. Hjónin Karl og Monika og börnin þeirra þrjú, Heiðar Ernest, Lára María og Úrsúla Hanna. 
 
Gæludýr á bænum er þónokkur, hundarnir fimm sem taka mismikinn þátt í búskapnum en flestum þeirra finnst gott að liggja inni á meðan tveir af þeim eru úti að vinna. Einnig eru nokkrir kettir á bænum.
 
Stærð jarðar? Um 800 hektarar. 
 
Gerð bús? Erum ferðaþjónustubú og stundum einnig hrossarækt og tamningar.
Fjöldi búfjár og tegundir? Á bænum eru um 150 hross, sjö geitur, nokkrar kindur, átta landnámshænur og svínin Babe, Berta og Barbie.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Á veturna vaknar heimilisfólkið klukkan átta. Kalli fer í póstferð en hann starfar sem landpóstur ásamt því að sinna búinu. Monika fer út í hesthúsið, eftir stuttan morgunverð og tvo kaffibolla, til að moka, gefa og temja til hádegis. Sama er upp á teningnum eftir hádegi fram að kvöldgjöfinni sem er í kringum klukkan sex. Kalli kemur síðan úr póstferð og þá er kvöldmatur.
 
Á sumrin hefst dagurinn á því að undirbúa morgunverð fyrir gesti. Eftir morgunverðinn þarf að smala hrossum fyrir fyrri reiðtúr dagsins en þegar því er lokið þá er farið með gesti í reiðtúr fram að hádegismat. Eftir mat er síðan farið í síðdegisreiðtúr eða stuttar skoðunarferðir um nærsveitir sem endar svo á kvöldverði. Eftir kvöldmat er farið yfir skipulag næstu daga.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er til svo margt skemmtilegt við bústörfin að ekki er hægt að velja bara eitt en leiðinlegustu störfin eru að þurfa að rétta af girðingarstaura á hverju vori eftir leysingar og festast í drullu á vormánuðum sem síðan berst út um allt. En þetta er víst eithvað sem fylgir því að búa í mýri.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?  Svipað, kannski að það verði aðeins færri unghross á bænum og yngra fólkið, Lára Maria og tengdasonurinn Jóakim, séu komin meira inn í bústörfin og inn í ferðaþjónustuna.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ágætlega ef vel er haldið um taumana með innflutning búvarnings.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum helstu tækifærin vera að markaðssetja íslenska vöru sem gæðavöru og sýna fram á að hún sé betri en hver önnur fjöldaframleidd vara. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Brauð, ostur, mjólk, kjötálegg og skyr. 
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri með brúnuðum kartöflum og rabarbarasultu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar heimislisfrúin keyrði splunkunýja traktorsvélina út í skurð.
 
Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...