Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eyjardalsá
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 2. ágúst 2018

Eyjardalsá

Á Eyjardalsá í Bárðardal er bland­að bú með mikið landrými.  
 
Býli: Eyjardalsá.
 
Staðsett í sveit: Bárðardal.
 
 
Ábúendur: Anna Guðný Baldursdóttir, Árni F. Sigurðsson, Laufey Elísabet Árnadóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 3–5 í heimili, foreldrar Önnu eru mikið á bænum.
 
Stærð jarðar?  2.400 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú með hestahaldi.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 170 vetrarfóðraðar kindur, 15 hestar, 8 hænsn, 2 hundar og köttur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Yfir vetrartímann er byrjað á að gefa kindunum, svo hverfum við til annarra starfa, eftir vinnu er gefin seinni gjöf og kvöldin notuð í tilfallandi bústörf. Yfir sumarið er engin regla á hlut­unum, hey er hirt þegar hægt er og viðhaldi og öðru sinnt með­fram því.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburður og réttir, leiðinlegast er að handmoka taði úr gömlum fjárhúsum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Á svipuðu róli, hófum í ár rekstur á hestaleigu sem við vonumst til að geti orðið fullt sumarstarf fyrir allavega einn.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félags­málum bænda? Að þau séu mikilvæg og að til að ná fram einhverjum málefnum verði bændur að geta unnið saman að sínum markmiðum, lítið gerist við að tuða yfir kaffibolla hver í sínu horni.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Það fer eftir hvort stjórnvöld muni ná að mynda heildræna stefnu er varðar byggð, landbúnað og matvælaöryggi.
 
Hvar teljið þið að helstu tæki­færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við verðum seint samkeppnishæf í verði vegna veðurfars en eigum möguleika á að koma á framfæri gæðavöru.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Uppáhald er góð folaldasteik en mest eldað eru ýmsir réttir úr ærhakki.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar tveir fullorðnir hrútar krækt­ust saman á hornunum beint fyrir framan okkur í hrútaspilinu, var þónokkuð maus að ná þeim í sundur.

5 myndir:

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...