Fólk / Bærinn okkar

Kaldakinn 2

Kristófer og Elín Ósk keyptu jörðina Kaldakinn II í júní 2014 af afa Kristófers. Þá var enginn bústofn á jörðinni fyrir utan fáeinar merar.

Stóridalur

Jakob Víðir og Ragnhildur tóku við búi af foreldrum Víðis veturinn 2015 en jörðin Stóridalur hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá árinu 1792.

Hvanná 2

„Við keyptum jörðina sumarið 2016 og fluttum inn á Þorláksmessu. Við vorum með jörðina á leigu frá 2012 til vorsins 2016. Tókum við sauðfjárbúinu 2012 ásamt að leigja jörðina þar til við keyptum hana.

Þernunes

Steinn er fæddur og uppalinn á Þernunesi og tók við búinu árið 2012 en Valdís flutti þangað 2013.

Gilsárstekkur

Valur og Guðný fengu Gilsárstekk leigðan af ríkinu haustið 2013. Fóru í að byggja íbúðarhús og fluttu í það í desember 2014.

Teigaból og Skeggjastaðir

Á Teigabóli í Fellum býr Guðsteinn Hallgrímsson og á Skeggjastöðum Einar Örn Guðsteinsson, sonur Guðsteins, og kona Einars, Guðný Drífa Snæland.

Teigasel 2

Við tókum við ábúð á jörðinni 1. febrúar 2011. Föðurbróðir Lindu og fjölskylda hans bjuggu á jörðinni á undan okkur og voru með loðdýr og um 100 kindur.