Fólk / Bærinn okkar

Teigasel 2

Við tókum við ábúð á jörðinni 1. febrúar 2011. Föðurbróðir Lindu og fjölskylda hans bjuggu á jörðinni á undan okkur og voru með loðdýr og um 100 kindur.

Brekkugerði

Við fengum jörðina leigða vorið 1993 og fluttum hingað það vor, keyptun jörðina árið 1997.

Urriðaá

Við keyptum jörðina 1. janúar 2015 af óskyldum aðilum. Við fréttum af jörðinni fyrir tilviljun, fórum að skoða hana og þá var ekki aftur snúið. Við komum hingað fyrst sumarið 2014 og vorum hér ásamt fyrri ábúendum allt sumarið og haustið 2014.

Klaustursel

Fyrri hluta árs 2014 tók Marteinn við búinu af foreldrum sínum, Aðalsteini Jónssyni og Ólavíu Sigmarsdóttur. Þau fluttu sig neðar í dalinn og reka þar ferðaþjónustuna Á hreindýraslóðum. En faðir Marteins hefur alltaf verið með annan fótinn á Klausturseli. Í janúar 2016 flutti Jenný í Klaustursel.

Tannstaðabakki

Guðrún Eik og Óskar tóku við búinu 1. janúar 2014 af foreldrum Guðrúnar, Ólöfu og Skúla, en hún er 6. ættliðurinn sem býr á Tannstaðabakka. Þar hefur sama ættin búið frá því milli 1820–1830.

Egg

Í apríl 2012 keyptum við jörðina af Pálmari og Sigurbjörgu og fluttum á Egg. Þá hafði kúabúskap hér verið hætt. Við tókum fjósið í gegn og keyptum kýr og vorum byrjuð að mjólka um miðjan maí.

Keldudalur

Þórarinn er fæddur og uppalinn í Keldudal og tók þátt í bústörfum frá því hann fór að ganga. Guðrún er fædd og uppalin á Kirkjubæjarklaustri II á Síðu.