Fólk / Bærinn okkar

Söðulsholt

Í Söðulsholti býr Einar Ólafsson hrossaræktandi og rekur þar ferðaþjónustu og tamningastöð.

Mýrdalur 2

Gísli Þórðarson og Áslaug Guðbrandsdóttir búa á bænum Mýrdal 2 í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og reka þar 650 kinda fjárbú.

Hallkelsstaðahlíð

Sigrún Ólafsdóttir og Skúli Lárus Skúlason búa í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal. Þar reka þau sauðfjár- og hrossaræktarbú, en Sigrún er fædd og uppalin á bænum.

Eysteinseyri

Ábúendur á Eysteinseyri eru Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir. Þau ætla að halda áfram svipaðri sauðfjárrækt en bæta við sig í ferðaþjónstu.

Hamar

Jakob Pálsson er fæddur og uppalinn á Hamri og tók við rekstri sauðfjárbúsins 1997 af foreldrum sínum, Páli Jakobssyni og Guðrúnu Jónu Jónsdóttur, sem voru þá einnig með kúabú.

Neðri-Hóll

Ábúendur á Neðri-Hól í Staðarsveit keyptu jörðina 1. maí 2013 og hafa því búið þar í tæp fimm ár. Þau Snæbjörn Viðar og Þórunn Hilma keyptu jörðina með húsnæði og tækjum, en án bústofns. Síðustu ár hafa því farið í að byggja upp bústofninn og koma öllu í betra stand.

Lindarbrekka

Ábúendur í Lindarbrekku keyptu jörðina, sem hafði þá verið í eyði í um 30 ár, í lok árs 2014. Þeir hafa síðan verið að byggja upp, breyta og bæta.