Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þessir kátu krakkar voru í Ögri að njóta lífsins á dögunum. Þau stilltu sér upp fyrir myndatöku eftir að vera búin að aðstoða við að safna saman timbri í lítinn bálköst.
Þessir kátu krakkar voru í Ögri að njóta lífsins á dögunum. Þau stilltu sér upp fyrir myndatöku eftir að vera búin að aðstoða við að safna saman timbri í lítinn bálköst.
Mynd / Hafliði Halldórsson
Líf&Starf 22. ágúst 2017

Allt með ævintýrablæ í Ögri

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í Ögri í Ísafjarðardjúpi reka eigendur jarðarinnar ferðaþjónustuna Ögur­ferðir yfir sumarið. Þjónustan samanstendur af kayakferðum með leiðsögn um Djúp með áherslu á náttúruna og sögu svæðisins.
 
Ferðaúrvalið spannar frá dagsferðum upp í nokkurra daga ferðir. Í Ögri er einnig rekið lítið kaffihús sem gaman er að heimsækja. Þá er haldið í gamla ballhefð en eigendur halda Ögurs-sveitaball með gamla laginu á hverju sumri. Þar með er viðhaldið hefð sem er a.m.k. jafngömul Samkomuhúsinu í Ögri sem var byggt árið 1926.
 
Hafliði Halldórsson, matreiðslu­meistari, er einn af þeim sem standa að ballinu en að hans sögn gekk það geysilega vel. „Um 400 manns mættu á svæðið og megnið af gestunum tjaldaði í Ögri. Bandið Þórunn og Halli léku fyrir dansi og eru æviráðin eins og góðir ríkisstarfsmenn. Það var góð stemning á ballinu og framkoma og umgengni gesta til fyrirmyndar,“ sagði Hafliði. 
 
Íbúðarhúsið í Ögri til vinstri og samkomuhúsið til hægri. Mynd / Elísabet Reynisdóttir

 

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...