21. október 2017

Úrbeiningarnámskeið á lambakjöti

Félag ungra bænda á Norðurlandi (FUBN) ætlar að halda námskeið í úrbeiningu á lambakjöti þann 21. október næstkomandi í Matarskemmunni á Laugum. Á námskeiðinu er pláss fyrir 10 þáttakendur, og félagar í FUBN hafa forgang. 

Gyða Evertsdóttir, kjötiðnaðarmaður, mun leiðbeina.

Námskeiðsgjald er 10.000 kr. fyrir félaga í FUBN, og 15.000 kr. fyrir aðra. Innifalið í verði eru 2 lambaskrokkar sem þáttakendur munu úrbeina og aðstaða til að pakka kjötinu að námskeiði loknu. 

Skráning og fyrirspurnir hjá formanni FUBN, Lilja Dögg Guðnadóttir, eða í tölvupósti á fubn20@gmail.com.

Á döfinni