11-12. apríl 2019

Uppbygging og viðhald göngustíga í náttúrunni

Námskeiðið er ætlað ráðgjöfum, hönnuðum, landvörðum, verktökum og öðrum þeim sem hyggjast taka að sér uppbyggingu og viðhald göngustíga í náttúrunni. Lögð verður áhersla á handverkið og vernd náttúrulegs landslags og gróðurs.

Námskeið haldið í samstarfi við ASCENT verkefnið og Landgræðsluna.

Fjallað verður um helstu hugtök í jarðfræði og jarðvegsfræði. Þá verða helstu áskoranir kynntar sem snúa að t.a.m. vatnsrofi, frosti, jarðvegi og gróðurs. Samspil halla og rofs verður skoðað og ýmsar tengingar stíga í ólíku landslagi og með ólíkum fjölda notenda. Þá verður fjallað um ýmis hugtök og hönnunarviðmið kynnt. Notkunargildi verður skoðað út frá upplifun notandans og öryggi vegfarenda. Í lokin verður farið yfir mat á ástandi stíga og ýmsar hefðbundnar aðferðir og tæki kynnt til sögunnar eins og GIS, GPS o.fl.

Námskeiðið er í bland bóklegt og verklegt.

Kennsla: Gunnar Örn Guðjónsson landslagsarkitekt
Tími: Fim, 11. apr og fös. 12. apr, kl. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi (Garðyrkjuskólinn)
Verð: 39.000 kr

Á döfinni