Horft að Leiðólfsfelli í Skaftárhreppi. Mynd / Steinar Kaldal
09. nóvember 2018

Umhverfisþing

Skráning er hafin á XI. Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 9. nóvember 2018 á Grand Hóteli í Reykjavík. Að þessu sinni verður grunnstef þingsins ný hugsun í náttúruvernd og þau tækifæri sem geta falist í friðlýsingum svæða.

Á þinginu verður áhersla lögð á nýja nálgun í náttúruverndarmálum. Meðal annars verður kynnt ný rannsókn á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða, rædd verða tengsl náttúruverndar og byggðaþróunar og áform um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skoðuð frá ólíkum sjónarhornum. Þinginu lýkur svo með pallborðsumræðum um sama efni.

Þrír gestir sem koma erlendis frá ávarpa þingið. Nigel Dudley, ráðgjafi fyrir Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN, útskýrir hvað felst í verndarflokkum samtakanna sem notaðir eru sem viðmið um verndun svæða um allan heim. Lizzie Watts, frá Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna, fjallar um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum. Loks ræðir Chris Burkard, útivistarljósmyndari og fyrirlesari, um upplifun sína af miðhálendi Íslands í máli og myndum.

Þingið verður frá kl. 13 – 17 og er öllum opið meðan húsrúm leyfir, en nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig eigi síðar en 6. nóvember nk. í gegn um skráningarform hér að neðan.

Hægt verður að fylgjast með Umhverfisþingi í beinni útsendingu á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Drög að dagskrá

13.00    Ávarp og þingsetning Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

13.15    Fulltrúi unga fólksins Sigurður Jóhann Helgason

13:25    Verndarflokkar IUCN: Hvað fela þeir í sér? Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature (IUCN) Nánar

13:50    Efnahagsáhrif friðlýstra svæða - niðurstöður rannsókna Jukka Siltanen, umhverfis- og auðlindafræðingur

14:05    Náttúruvernd og landbúnaður - kynning

14:10    Náttúruvernd og efling byggða - kynning

Kaffihlé

14:45   Samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum Lizzie Watts, USA National Park Service Nánar

15:10   Starf þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs Óli Halldórsson, formaður

15:20   Viðhorf ferðamanna á miðhálendinu Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ

15:35   Viðhorfsrannsókn um þjóðgarð á miðhálendinu Michaël Bishop, landfræðingur við HÍ

15:50   Upplifun af miðhálendi Íslands Chris Burkard, útivistarljósmyndari og fyrirlesari Nánar

16:15   Pallborðsumræður - umræður um miðhálendisþjóðgarð

Þingslit og léttar veitingar

Þingforseti:Björg Magnúsdóttir

Erlendir fyrirlesarar flytja erindi sín á ensku

Á döfinni