16-17. mars 2018

Sútun á lambagærum

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra handbragðið við að súta lambagærur. Hámarksfjöldi nemenda á námskeiðið er 8.

Fjallað verður um ferli sútunar á lambagærum og handverkið í kringum sútunarferlið. Hver þátttakandi fær eina gæru til að hefja sútunarferlið. Sútun á gærum tekur yfirleitt um fjórar vikur og því munu nemendur eingöngu byrja ferlið á sinni gæru, taka hana síðan með heim og klára ferlið þar. Engu að síður verður á námskeiðinu fjöldi annarra gæra á mismunandi stigum sútunarferlis og munu allir þátttakendur vinna við gærur á öllum stigum sútunarinnar.

Nemendur þurfa að mæta í vatnsheldum skóm og með goðar svuntur og gúmmíhanska. 

Kennari: Lene Zachariassen handverkskona á Hjalteyri

Tími: Fös. 16. mars kl. 14:00-19:00 og lau. 17. mars, kl. 9:00-17:00 hjá LbhÍ á Hvanneyri

Verð: 45.000kr

Minnum á starfsmenntasjóði - ýmsir sjóðir sem veita styrki!

Á döfinni