24. janúar 2019

Samráðsfundur REKO Reykjavík og Vesturlands

Samráðsfundur REKO Reykjavík og Vesturlands verður haldinn fimmtudaginn 24. janúar kl. 17:30-19:00 í fundarsal Hótel Sögu á 2. hæð í Bændahöllinni, Hagatorgi 1, 107 Reykjavík.

Samráðsfundur á vegum REKO Reykjavík og REKO Vesturland fyrir bændur, heimavinnsluaðila og smáframleiðendur sem hafa tekið þátt í eða hafa áhuga á að taka þátt í REKO.

Meðlimir annarra REKO hringja eru velkomnir og hvattir til að mæta.

Tilgangurinn með fundinum er að þjappa hópnum betur saman, ræða hvernig hafi gengið hingað til, hvað hafi gengið vel og hvað megi betur fara, fá nýjar hugmyndir, svara spurningum og ræða hvernig meðlimir vilji sjá REKO þróast til framtíðar.

Að auki er markmiðið að taka ákvörðun um það hvenær og hvar næstu REKO afhendingar verða og síðast en ekki síst ræða leiðir til að ná til fleiri neytenda.
 

Á döfinni