29. júní 2017 - 02. júlí 2017

Sælugaukur í Skálholti

Sælugaukur er spennandi tónlistarhátíð til styrktar Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju.

Hún verður haldin í Skálholti helgina 29. júní - 2. júlí og þar munu nemendur Listaháskóla Íslands flytja fjölbreytta tónlist á fjölmörgum tónleikum.

Viðburðir hátíðarinnar eru ókeypis en tónleikagestir eru hvattir til að veita frjáls framlög. Allur ágóði rennur í Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju til viðgerða á gluggum kirkjunnar sem nú liggja undir skemmdum, eins og fram hefur komið í fréttum. Stefnt er að hátíðin verði haldin árlega. 

Dagskrá Sælugauks 2017:

 

Fimmtudagurinn 29. júní

 

Opnunartónleikar Sælugauks

kl. 19:30 í Skálholtsdómkirkju

 

Föstudagurinn 30. júní

 

Þjóðlög Þorkels

kl. 13:30 í Skálholtsskóla

 

Strengir í Skálholtskirkju
kl. 19:30 í Skálholtsdómkirkju

 

Sunnudagurinn 2. júlí

Persónur í tónum

kl. 14:00 í Skálholtsskóla

Hulduhljóð að handan

kl. 15:00 í Skálholtsskóla

Fjórhent í Skálholti

kl. 16:00 í Skálholtsskóla

Lokatónleikar Sælugauks

kl. 19:30 í Skálholtsdómkirkju

Nánari upplýsingar eru á:

Facebook.com/saelugaukur
 

Á döfinni