10-11. nóvember 2018

Rúningsnámskeið

Námskeiðið er ætlað fólki með litla reynslu af vélrúningi. Hámarks fjöldi þátttakenda er 8.

Kennd verða og sýnd grunnatriði við vélrúning á sauðfé. Námskeiðið er að mestu á formi verklegrar kennslu. Lögð verður áhersla á góða líkamsbeitingu og rétt handbrögð.

Kennsla: Jón Eyjólfsson bóndi á Kópareykjum í Borgarfirði.

Tími: Lau. 10 nóv. og sun. 11. nóv. kl. 10:00-18:00 á Hesti í Borgarfirði.

Verð: 37.000kr

Bendum á Starfsmenntasjóð bænda sem styrkir ábúendur á lögbýlum um allt að 33.000kr á hverju ári.


Sjá hér

Á döfinni