11. ágúst 2018

Reykjavík Food Festival

Reykjvík Food Festival verður haldin á Skólavörðustígnum laugardaginn 11. ágúst. Hátíðin, hefur gengið undir nafninu Reykjavík Bacon festival, hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og mun nú ekki aðeins beikon vera á boðstólnum heldur munu gestir og gangandi geta notið alls það besta sem íslenskir bændur hafa upp á að bjóða.

Matarmiðar verða seldir í miðasölutjöldum sem staðsett verða á nokkrum stöðum á Skólavörðustígnum. Boðið verður upp á fjölda skemmtiatriða, lifandi tónlist og ýmislegt fleira, sem munu gera hátíðina að veislu fyrir augu og eyru, sem og auðvitað bragðlaukana!

Að baki hátíðinni standa Reykjavíkurborg, svínabændur, kjúklingabændur, sauðfjárbændur og kúabændur. Skipulagning hátíðarinnar hefur öll verið unnin í sjálboðavinnu og ágóði af hátíðinni hefur runnið til góðgerðarmála, en undanfarin ár hafa Barnaspítali hringsins, Hjartadeild LSH, Umhyggja, Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra styrkt til tækjakaupa. Vilborg Arna og Hjólakraftur notið góðs af hátíðinni.

Á döfinni