6-13. nóvember 2018

Reiðmennska í huganum Hugarþjálfun fyrir hestamenn

Námskeiðið er byggt upp með stuttum fyrirlestrum sem hver um sig nær yfir ákveðna efnisþætti. Hluti af námskeiðinu verður á formi vinnustofu þar sem hver nemandi fær aðstoð við að vinna við ákveðna efnisþætti með skriflegum og jafnvel verklegum æfingum. Hver nemandi fær spurningalista til að svara og senda inn, fyrir námskeiðið, en með því fær kennari námskeiðsins betri hugmynd um stöðu hvers nemanda og óskir þeirra og væntingar. Með þessu er vonin að námsefnið og námskeiðið sjálft nýtist hverjum nemanda betur við þau verkefni sem þeir vinna með á milli námskeiðsdaga.

Námskeiðið fer fram í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti og er ætlað hestamönnum á öllum stigum hestamennskunnar, allt frá byrjendum til keppnisknapa. Nemendur fá innsýn í það hvernig hugarþjálfun hjálpar knapanum við að ná stjórn á sjálfum sér til þess að geta haft góð samskipti við hest sinn. Efnið er allt frá því að setja sér markmið í reiðmennsku og þjálfun, vinna á hræðslu eða stressi yfir í að ná því besta úr sjálfum sér í krefjandi aðstæðum, til dæmis í keppni.

Kennsla: Hinrik Þór Sigurðsson reiðkennari hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Tími: Þri. 6. nóv, kl. 16:00-20:00 og þri. 13. nóv, kl. 16:00-20:00 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík.

Verð: 24.900kr

EFNISÞÆTTIR

Inngangur
• Hver er ég
• Hvernig hestamaður vilt þú vera?

Hugur og líkamstjáning
• Samskipti við hestinn
• Hugarfar stjórnar útkomu
• Líkamstjáning og ábendingar

Stjórn á aðstæðum
• Búa til „rétta stemningu“:
      Í þjálfun
      Á keppnisstað
• Hugarástandsstjórn (trigger)

Hræðsla
• Hvað er hræðsla?
• Að vinna á hræðslu
• Keppniskvíði

Markmiðssetning
• Hvað er markmið?
• Hvaða markmið passar mér?
• Leiðin að markmiðinu

Þjálfun og uppbygging til árangurs
• Samskipti þjálfara og iðkanda
• Þjálfun á milli reiðtíma

Á döfinni