15. febrúar 2018

Opinn kynningarfundur um landsáætlun um innviði

Boðað er til opins kynningarfundar um landsáætlun um innviði. Þessi stefnumarkandi áætlun er til tólf ára og setur fram sýn um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum svo vernda megi náttúru og menningarminjar sem þar eru fyrir álagi af völdum aukinnar umferðar ferðafólks. Fundurinn fer fram á Skúlagötu 4 í fyrirlestrarsal á 1. hæð, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 13:30-15:00.

Í fundinum verða kynnt drög stefnumarkandi landsáætlunar og umhverfisskýrslu hennar og er hann haldinn í tengslum við yfirstandandi umsagnarferli áætlunarinnar. Að lokinni kynningu fara fram umræður.

Kynningin og umræður að henni lokinni verða teknar upp og gerðar aðgengilegar á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytis.  

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Sjá drög að landsáætlun og umhverfisskýrslu á Samráðsgátt Stjórnarráðsins: https://samradsgatt.island.is/oll-mal?institutions=6

Á döfinni