23. nóvember 2018

Opinn fundur Matvælastofnunar um þróun og framtíð eftirlits

Matvælastofnun fagnar 10 ára starfsafmæli sínu á árinu. Í tilefni þess boðar stofnunin til opins fundar um þróun og framtíð eftirlits föstudaginn 23. nóvember kl. 10-15 á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verður horft yfir farinn veg, reynslu og ávinning eftirlits á síðustu 10 árum og litið til framtíðar, með áherslu á birtingu niðurstaðna eftirlits til neytenda.

Fundinum lýkur með erindi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnu stjórnvalda. Fundarstjóri er Friðrika Hjördís Geirsdóttir, fjölmiðlakona.

Um opinn fund er að ræða og eru allir velkomnir. Fundurinn verður á íslensku en erindi um broskarlakerfi Dana á ensku. Skráning fer fram á netfanginu mast@mast.is og er opið fyrir skráningar til og með 20. nóvember. Tilgreinið nafn, fyrirtæki/stofnun/samtök og netfang við skráningu.

Dagskráin er eftirfarandi:

Inngangur


10 ár Matvælastofnunar

Jón Gíslason, forstjóri

 

Reynsla síðustu 10 ára

Neytendavernd

Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður

Dýraheilsa

Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir

Búnaðarmál

Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri
 

Eftirlit með eftirlitinu
 

Gæðakerfi og innri úttektir 

Ástfríður Sigurðardóttir, gæðastjóri

Ytri úttektir 

Karl Karlsson, ESA

 

Hádegisverður í boði Matvælastofnunar

 

Ísland í hinum stóra heimi
 

Innri markaður EES

Margrét Björk Sigurðardóttir, EFTA

Opnun annarra markaða

Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri

 

„Broskarlakerfi“ á Íslandi?
 

A,B,C: Frammistöðuflokkun MAST Þungi eftirlitsins þar sem þörfin er mest

Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri

„Smiley“ broskarlakerfið og dýravelferðarmerki Dana

Tina Lundsgaard Falk, matvælastofnun Danmerkur (Fødevarestyrelsen)


Horft til framtíðar

Stefna stjórnvalda

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Á döfinni