01. september 2017 - 03. október 2017

Námskeið við LbhÍ: Mengun - uppsprettur og áhrif - fjarnám

Fjallað verður um undirstöðuatriði og meginstefnur í meðhöndlun úrgangs, bæði erlendis og á Íslandi. Farið er yfir grunnatriði í meðhöndlun úrgangs. Fjallað er um þróun í meðhöndlun úrgangs, lög og reglugerðir, skilgreiningar og hugtök, mismunandi leiðir og útfærslur til meðhöndlunar úrgangs sem og umhverfis- og samfélagsáhrif. 

Námskeið við LbhÍ: Mengun - uppsprettur og áhrif

Meðhöndlun úrgangs - Vatnsöflun og vatnsmengun

Lögð er áhersla á heildræna nálgun í meðhondlun úrgangs og lagðar verða tengingar við aðila sem koma að málum. Fjallað verður um samvinnu í efnis- og vörukeðjum með því að markmiði að loka efnahringrás og koma þannig í veg fyrir að úrgangur myndist yfir höfuð. Farið verður inn í tengsl úrgangs- og orkumála, s.s. orkusparnaður sem getur orðið við hágæða endurvinnslu úrgangs í hringrásarhagkerfi. Áhersla  er einnig lögð á verkefnavinnu bæði einstaklingsverkefni og hópverkefni – framsetningu og kynningu, rökræna hugsun og aðferðafræði við lausn verkefna. Farið verður í skoðunarferð til móttökustöðvar fyrir úrgang.

Í seinni hluta námskeiðsins er fjallað um samspil líffræðilegs umhverfis og mengunar. Yfirlit verður gefið yfir gildandi lög og reglugerðir sem varða varnir gegn vatnsmengun.

Þetta námskeið er kennt í staðarnámi við háskólabrautir Landbúnaðarháskóla Íslands. Námskeiðið er jafnframt kennt í gegnum fjarnám í gegnum kennsluvef skólans.

Námsmat: Námsmat byggir á framlögðum verkefnum

Kennari: Cornelis Aart Meijles umhverfisverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Province of Fryslân í Hollandi – námskeiðið er kennt á íslensku. 

Námstími. Kennt í tveimur lotum á haustönn 2017, alls 56 kennslustundir. Kennt er í húsnæði LbhÍ á Hvanneyri en jafnframt boðið uppá áfangann í fjarnámi með frjálsri mætinu í kennslustundir, þó er skyldumæting í dagslanga vettvangsferð. Námskeiðið er á háskólastigi og má meta til 6 ECTS eininga.

Tímar: Haust 2017

Verð: 49.000kr (hugsanlegur kostnaður við gistingu, mat og vettvangsferðir er ekki innifalið í verði)

Á döfinni