20. maí 2017

Námskeið í Indigó litun

Námskeið á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands í Indigó litun.

Haldið í samstar­ við Hespuhúsið jurtalitunarvinnustofu.

Á námskeiðinu verður kennd litunaraðferð með indigó sem er blátt litarefni úr erlendri jurt. Á Íslandi er engin tegund sem gefur bláan lit og höfum við því notað Indígó síðustu aldirnar fyrir blátt. Indígólitun er öðruvísi en hefðbundin litun með jurtum og töfrar efnafræðinnar fá að njóta sín hér í samvinnu við súrefnið. Í litun með Indígó er hægt að ná fram bláum lit og einnig gulan og ýmsa ævintýraliti með y­rlitun og hnútum.

Kennari: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins jurtalitunarvinnustofu.

Tími: Lau. 20. maí, kl. 13:00-16:00 (5 kennslustundir) í húsnæði Hespuhússins í Andakíl í Borgar­rði.

Verð: 14.500 kr (Innifalið í námskeiðsgjaldi er ein 50g hespa lituð á námskeiðinu, kaffi‑ og meðlæti)

 

Á döfinni