Öngulsstaðir.
16-18. nóvember 2018

Málþing á Öngulsstöðum um stöðu landbúnaðar á Íslandi í dag

Málþing verður haldið á Öngulsstöðum 16.-18. nóvember stöðu landbúnaðar á Íslandi í dag og er ætlað fyrir fólk sem starfaði í félagsmálum bænda og afurðastöðva á árabilinu 1980 til 2010.

Umsjón og fyrirkomulag:

Fundarlóðs: Daði Már Kristófersson prófessor við HÍ : Hann fylgist með umræðum og dregur niðurstöðu fundarins saman í lokin.

Fundarstjóri: Haukur Halldórsson: Margreyndur Búnaðarþingsfundarstjóri.

Gist verður á Lamb Inn Öngulsstöðum og heimagistingu í nágrenninu ef á þarf að halda.

Verð á mann: Fyrir einn í herbergi KR 40.000 miðað við tvær nætur; Aukanótt KR 9.000. Fyrir tvo í herbergi KR 28.500 á mann miðað við tvær nætur; Aukanótt KR 6.000 á mann.

Innifalið í verði er gisting í tvær nætur með morgunverði, létt hressing við komu á staðinn, rútuferð um Eyjafjarðarsveit með léttum veitingum og jólahlaðborð á föstudeginum. Hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður ásamt rútuferð á staðinn. Heimsókn í Gamla bæinn á Öngulsstöðum og hádegisverður á sunnudeginum. Allur kostnaður við fundarhaldið.

Dagskrá

Föstudagur 16. nóvember

13.00 til 14.00: Mæting á Lamb Inn

14.00: Farið yfir dagskrá daganna og aðilar kynntir til leiks

15.00: Heimsókn til bænda í Eyjafjarðarsveit: Á góðum stað verður smá móttaka með fordrykk (upphitun fyrir kvöldið)

19.30: Hefðbundið jólahlaðborð hjá Lamb Inn með fjöri hinna gömlu góðu daga

 

Laugardagur 17. nóvember

07.30 – 80.30: Morgunverður

09.00 til 12.00: Fundur

          o 09.00 til 10.00: Setning og framsögur

 

* Haukur Halldórsson; stutt kynning á fundinum

* Daði Már Kristófersson; fer yfir sitt hlutverk á fundinum

* Baldur Helgi Benjamínsson búfjárerfðafræðingur: Búfjárrækt 2050?

* Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir fagstjóri búfjárræktar hjá RML og fulltrúi í háskólaráði Lbhí: ,,Enginn er eyland“ – hugleiðingar um gildi menntunar í landbúnaði

* Finnbogi Magnússon stjórnarformaður Landbúnaðarklasana: Staða og tækifæri í íslenskum landbúnaði

          o 10.00 – 12.00 Almennar umræður: Hér gefst fundargestum tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum um stöðu og horfur í landbúnaði í dag á framfæri

 

* 12.00 – 13.00: Hádegismatur

 

* 13.00 – 15.30: Framhald umræðna;

 

* 15.30 – 16.00: Síðdegiskaffi

 

* 16.00 – 17.30: Fundarlok. Efni og niðurstaða dregin saman eftir því sem kostur er

 

* 18.30: Ekið í móttöku hjá afurðastöðvum á svæðinu

 

          o Forsvarsfólk fyrirtækjanna tekur á móti hópnum og fer yfir málin.

 

          o Matur á völdum stað (staðsetning kemur inn síðar)

 

* 22.00: Landbúnaðar Pub Qiuz á Kaffi kú.

 

Sunnudagur 18. nóvember

* 08.30 – 10.00: Morgunverður

* 10.00 – 11.00: Móttaka í Gamla bænum Öngulsstöðum

* 11.30 – 12.30: Daði Már dregur saman útkomuna úr fundinum/léttur hádegisverður

* 13.00: Formlegri dagskrá lýkur með undirbúningsfundi fyrir stofnun ,,Öldungaráðs landbúnaðarins“ ef áhugi er fyrir slíku.

Á döfinni