23. febrúar 2018

Landsýn 2018

Ráðstefnan Landsýn 2018 verður haldin í Salnum í Kópavopgi föstudaginn 23. febrúar nk. Skráðu þig hér!

Landsýn er samráðsþing Hafrannsóknastofnunar, Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunnar, Matís, Matvælastofnunar og Skógræktarinnar. Í ár er yfirskrift ráðstefnunnar Aukið virði landafurða.

Stofnanirnar sjö hafa aðkomu að afurðaframleiðslu og umhverfismálum, hvort sem er í landbúnaði, fiskeldi, annars konar landnýtingu og umhverfismálum.  Á ráðstefnunni verður fjallað um virði landafurða frá ýmsum sjónarhornum og hlutverk stofnananna í því að tryggja verðmæti afurða og sjálfbæra landnýtingu.

Bæði verður boðið upp á erindi og veggspjaldakynningu á efninu. Innifalið í ráðstefnugjaldi er hádegismatur, kaffiveitingar og léttar veitingar í lok dags. Skráning er meðan húsrúm leyfir eða til þriðjudagsins 20. febrúar.

Nánari dagskrá og skráning

Á döfinni